8.12.2008 | 19:10
Hér er snilli, um snilla, frá snilla, til snillings
Ég get svo svarið það að það mætti halda að ég væri snillingur! Ég náði semsagt öllum prófunum- meira að segja siðfræðinni. Ég er ekkert smá ánægð!
Ég ætla ekki að læra undir nein próf um jólin!!
Í kvöld ætla ég að hvíla mig, á morgun ætlum við stelpurnar í missóinu að hittast og elda saman og drekka léttvín, á miðvikudag er svo undirbúningur fyrir viðveru og svo undirbúningur undir málsvörn sem er á föstudag. Á föstudag er ég komin í jólafrí og ég ætla að gera sem allra minnst, bara hvíla mig og hlaða batteríin. Það verður kærkomin tími þegar að honum kemur.
Hafið það gott kæru bloggvinir!
Dísan
Athugasemdir
Æðislegt! Til hamingju. Og skemmtu þér svo vel, stelpuskott!
Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 20:03
Frábært til hamingju með þetta allt saman,algjör snilli
Guðný Einarsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:35
Innilega til hamingju með prófin. Þú ert snillingur. kv einfarinn
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 9.12.2008 kl. 05:43
Hjartanlega til hamingju með prófin. Skemmtu þér vel
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 09:45
Vissiða Þú ert algjör snilli og hörkukona. Skemmtu þér vel og hafðu það alveg glimrandi letilega gott í jólafríinu
Dísa Dóra, 9.12.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.