Jólin já

6 dagar til jóla.......og ég á eftir að gera allt.   Ég á eftir að kaupa allar jólagjafirnar, ég á eftir að pakka þeim inn, ég á eftir að koma þeim til skila og svo á ég eftir að versla allt inn líka.  Þetta er samt í góðu lagi- jólin koma hvernig sem þetta fer.

Ég er búin að vera að aðstoða hann pabba minn aðeins og helgin fer í vinnu.  Ég ætla svo að nota mánudaginn til að undirbúa og gera það sem gera þarf.

Ég er ekki mikið jólabarn- sem er kannski skrýtið þar sem ég var mikið jólabarn í æsku.  Fyrir mér má þess tími detta út.  Ég fékk jólaáhuga fyrir nokkrum árum, þegar ég var ástfangin- sá áhugi breyttist í andhverfu sína þegar maðurinn drullaði yfir allt sem jólin stóðu fyrir, drullaði yfir allt sem ég hafði gert til að jólin yrðu sem best og þegar hann drullaði yfir fjölskyldu mína og alla þeirra jólasiði.....kannski ekki skrýtið þar sem maðurinn var múslimi og hafði engan áhuga að taka þátt í jólahaldi.  Hann sagði að hann hefð aldrei fengið að upplifa íslensk jól og að hans heitasta ósk væri að fá að upplifa ein slík (sem er kjaftæði) þannig að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að hann fengi að upplifa þau.  Þegar uppi stóð gerði hann lítið úr öllu sem gert var.  En hvað um það!!

Ég er að reyna að sauma mér jólakjól- ég hef bara ekki snert saumavél í möööörg ár.  Þegar ég var 11 ára þá saumaði ég allt á sjálfa mig- þannig að ég veit að ég hef þetta í mér.  Þarf bara að rifja upp hehe.

Misserisverefnið góða gekk vel- fengum einkunnina 8 fyrir herlegheitin.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili-ætla að reyna að hrista af mér slenið og gera eitthvað hér.

Dísa antijóli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þú leynir á þér Dísa samakonatill lukku með áttuna...Ert ekki jólabarn æææ,ekki gott þegar einhver eyðileggur jólin svona,,,en vonandi að þú náir þér í jólaskap,kondu bara á Hellu þar eru sko jólin

Guðný Einarsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Dísa Dóra

Jólin koma aftur í hjarta þitt einn daginn - vittu til

Dísa Dóra, 19.12.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband