Alltaf að græða!

Ég er lukkunnar pamfíll- svei mér þá

Ég er alltaf að græða- nú í dag var ég græða heila viku hvorki meira né minna.  Kom póstur áðan frá skólaskrifstofunni um að málsvörnum yrði lokið föstudaginn 12. desember - á áætlun sem skólinn er með á heimasíðunni sinni kemur fram að þeim ljúki 19. desember = sem heil vika í gróða!!

Alltaf jafn heppin- ég ætla að nýta þessa viku vel í að hvíla mig og koma smá reglu á kellu.

Áfram með próflestur!!

Dísa græðari


Próftími

Þessa viku fyrir próf og vikuna sem við erum í prófum hér,  breyttist andrúmsloftið á svæðinu aðeins.  Flestir verða frekar stressaðir, allir eru illa þreyttir og stundum komin hálfgerður galsi í liðið.  Við sátum til dæmis niður í skóla í nótt- klukkan rúmlega 3 - að læra og hlógum stanslaust að ekki neinu.  Maður rétt gat rýnt á skjáinn í gegnum tárin.....frábært að eiga svona lærifélaga.  Kaffi er drukkið í þúsunda lítratali og flest ból á svæðinu standa auð og köld heilu og hálfu næturnar.  Svona er próftíminn!!

Ég er búin að sitja yfir fjármálastjórnun og vinnurétti- hef ekki kíkt á staf í siðfræðinni- og ekki opnað bók í eigna- og veðrétti.  ÚFFFF - Verð að skipuleggja mig eitthvað betur.  Fór í glósuhóp fyrir vinnuréttinn- afraksturinn eru glósur upp á 90 bls.  Ég læri alltaf niðri í skóla fyrir próf, sem þýðir að ég er meira og minna þar í upplestrarfríinu og prófvikuna.  Ég finn mér stofu, þar sit ég dag og nótt, skil allt dótið mitt eftir þar þegar ég fer heim að borða og þessa 2 tíma sem maður skreppur heim yfir blánóttina til að leggja sig.  Frekar þægilegt!

Við erum búin að velja okkur efni til að fjalla um í missó-inu, ætlum að skoða EES samninginn og neyðarlögin í tilliti við tryggingasjóð innlánsreikningana.  Vonandi að þetta verði gott og skemmtilegt starf.

Verð samt pínku fegin þegar þessi vika er búin og næsta helgi líka- er að vinna hana þannig að ég fæ ekki pásu fyrr en eftir tæpan hálfan mánuð.

Læt ykkur vita framgang mála í prófum

Dísa í prófastressi

P.S ef einhver getur frætt mig um Siðfræði - þá væri það vel þegið he he!!Blush


Síðasti tíminn á þessu ári......

var að klárast rétt í þessu.  Prófin eru í næstu viku, ég tek 4 próf og síðasta prófið mitt er á föstudag.    Eftir helgina hefst missóvinna, stendur sú vinna næstu 3 vikurnar eða svo og endar með málsvörn.  Spennandi.  Smile

Hafið það gott, verið góð hvert við annað.

Dísan

 


Músaveiðar- barflugur og fleiri kvikindi

Var að lesa undir próf á miðvikudagsnóttina þegar að síminn minn hringdi um hálftvö um nóttina.  "Litla"frænka mín var á hinni línunni- í mikilli geðshræringu- ég heyrði tárin í augunum á henni.  Henni var ansi mikið niður fyrir þegar að hún bað mig um að koma yfir til sín og hjálpa sér.   Ég hentist í föt- hljóp yfir -eins og hrepparæfill til fara - með hjartað í brókunum yfir neyðartilfellinu.  Þegar ég kom yfir var frænkan í hálfgerðu taugalosti- í strigaskóm- vafin inn í flísteppi.......

Þetta mikla neyðartilfelli var það að kisan hennar hafði komið inn með mús- sem var enn sprelllifandi og í fullu fjöri- mér létti, tók sópinn og sópaði litla greyinu út í kuldann og henti mér aftur í prófalestur....guðs lifandi fegin að neyðartilfellið var svo ekki neyðartilfelli eftir allt saman.

Er að vinna á barnum nú í nótt- vona að það verði fjör svo ég sofni ekki fram á borðið- var að læra til hálf 5 í nótt og komin á fætur rétt fyrir sjö til að klára síðasta verkefnið á þessari önn.  Prófundirbúningur er formlega hafinn.

Hafið þið það gott um helgina og njótið hennar til fulls,

Dísa


Það er bara nóvember og ég hef fengið nóg!!

Það er rétt komin nóvember og ég hef fengið nóg af veðrinu.  Ég rölti út í búð áðan og gekk þangað í þvílíku hagléli- ég leit út fyrir að vera með golfkúlur í hárinu þegar ég kom inn í búðina- haglélið var svo stórt.  Það tók mig um það bil 3 og hálfa mínútu að versla og viti menn..... Ég labbaði heim í grenjandi ausandi rigningu.  Þegar ég er orðin lögfræðingur þá ætla ég svo að flytja til Maldíveyja.  Það er minn draumastaður.InLove

Annars er bara gott að frétta- skólinn á fullu, ég vaknaði kl 06:00 í morgun til að byrja á tvöföldu verkefni sem á að skila kl 16:00- ég veit -aðeins of seint í rassinn gripið þegar kúkurinn er farinn að veifa .....en ég bara nennti þessu ekki um helgina.  Svo eru prófin að byrja og svo bla bla bla bla - þetta hlýtur að taka enda einn daginn Happy

Hafið það gott kæru vinir

Dísan


En sá dagur!

Vá þvílíkur dagur sem þessi dagur hefur verið.  Í allan dag hefur mér liðið eins og ......tja "steik" mundi ég segja að rétta orðið væri.

Fyrst fór ég til læknis og lét fjarlægja 3 fæðingabletti, hann skar mig og sneri svo steikinni við og gerði það sama á hinni hliðinni.  Vantaði bara að ég væri krydduð rækilega. Þaðan fór ég beint í nudd og nálastungur.  Var vel marineruð í olíu og svo þrædd upp á lítil spjót.  Er frekar illt núnaFrown  En það lagast hehe

Helgin var góð og góð vika framundan.

Verið líka góð hvert við annað.

Dísa stórsteik hehe


Nýtt útlit

Síðan mín er komin með nýtt útlit sem ég er ferlega ánægð með.Smile  Ég á ekki heiðurinn að fínheitunum - enda alls ekki neitt tæknitröll- heldur á Gunnar svíafari heiðurinn algjörlega einn. 

Takk Gunnar þúsundafalt!

Skólinn er algjörlega að gera út af við okkur þessa dagana, ég varð að skila 5 verkefnum og taka þátt í 3 framsögum- allt á einni viku.  Þá er ótalið allt sem maður þarf að lesa og undirbúa sig fyrir tíma.  Í dag er vinnuréttardagur og margir sem koma hingað og flytja erindi- Erindin eru mörg hver mjög áhugaverð.  Mínum hlakkar bara til!  Annars er önnin bara að klárast en síðasti kennsludagur er 14 nóvember og prófin byrja síðan þann 17.  Spennandi!!Pinch

Annars ætlaði ég bara að henda inn nokkrum orðum í sambandi við nýja og flotta útlitið!!

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar - verið góð hvert við annað.

Dísan


Ein spurning til ykkar

Hvað er breyskleiki????

ErrmGetLostPinchShockingUndecided

 

 


Einn góóóður!!

Vinkonur fóru á bar og drukku sig fullar eins og kvenna er siður þegar þær eru ekki með karlana með sér. Þegar þær voru að labba heim þurftu þær báðar nauðsynlega að pissa. Þær voru hjá kirkjugarðinum og ákváðu að pissa bakvið einhvern legstein þar. Sú sem fyrst pissaði þurrkaði sér á nærbuxunum sínum og henti þeim eitthvað út í loftið að því loknu.  Vinkona hennar var aftur á móti í rokdýrum næríum sem hún vildi ekki tapa, en var svo heppin að hún gat teygt sig í borða af kransi á næsta leiði og þurrkað sér á honum. Vinkonurnar gátu nú haldið ferð sinni áfram og komust heim heilar á húfi.

Daginn eftir hringdi eiginmaður annarrar þeirra í hinn og sagði;


"Þessum kvennakvöldum þarf að fara að ljúka. Konan mín kom nærbuxnalaus heim í nótt."


"Það er nú ekkert," sagði hinn,

"Mín kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð:

 Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér."

Uurrrrrggg!!!! Ég hélt ég myndi míga á mig þegar ég las þetta LoL

Kv. Dísan


Það er ekki bara kalt...það er skítkalt!!

Úfff..... það er svo kalt þessa dagana að ég meika varla út - BrrrrrrShocking

Ég er búin að fá leiðbeinanda fyrir BS ritgerðina og ég er bara mjöög ánægð með úthlutunina.  Er að fara á fund með honum á miðvikudaginn um hádegi - sjáum hvað kemur út úr því.  Það er eins gott að fara skipuleggja skrifin þar sem að ég þarf að skila rannsóknaráætlun í janúar og skila fullgerðri ritgerð í maí.  Verð nú samt að viðurkenna að ég er svona frekar stressuð yfir þessu - já svonar frekar mikið stressuð satt að segja.  Það er líka svo mikið að gera í skólanum....þarf að skila 5 verkefnum eftir helgina - svo það er eins gott að halda sér við efnið.  Woundering

Hafið það gott og verið góð hvert við annað

Dísa skvísa

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband