Yndislegasta kona sem uppi hefur verið.....

á afmæli í dag.  Þrátt fyrir að hún sé ekki há í loftinu né vegi mikið þá er þessi kona sú sterkasta manneskja sem ég veit um.  Þessi kona er hlýjasta manneskja sem ég veit um.  Hún getur stjórnað með ákveðni sinni og um leið leiðbeint með ást sinni.  Þessi kona er samansem merki yfir allt það sem mig langar að vera....Stórkostleg kona .  Þessi kona er móðir mínHeart!!

Elsku mamma mínHeart - til hamingju með 65 ára afmælið, ég vildi að ég væri hjá þér en í huga mér erum við saman á þessum degi.  Takk fyrir mig, ég elska þig og sakna þínInLove.

Yndið þitt yngsta og besta

 

 


Pirringur!!

Það er sko mega-pirringur í gangi hjá mér þessa dagana, ég er pirruð út í allt og alla.  Ég er að reyna að láta lítið á því bera og þegar ég er ein þá er ég alveg að tapa mér í pirring og döpru.  Ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að taka á þessu- svo er ég eitthvað lítil í mér þessa dagana og finnst margir hverjir vera óhemju óréttlátir og mér finnst ég oft vera að láta ganga yfir mig.  Ég held að ég sé þannig manneskja að ég er oftast boðin og búin til að aðstoða fólk, reyni alltaf að koma vel fram við alla en svo finnst mér oft eins og ég fái ekki það sama tilbaka.   Æ-i ég veit það ekki- vil bara að þeir sem eru í sambandi við mig viti að þetta er ekki tengt neinum eða neitt slíkt- ég er bara eitthvað að tapa mér þessa dagana.  Finnst ég ekki hafa tíma í neitt - finnst eins og ég sé ekki að njóta þess að vera til. 

Blogga meira þegar sólin brýst fram í lífi mínu- þangað til þá - hafið það gott

Dísan

 


Á gangi niður minningabrautina

Ég er orðin miklu skárri af flensuskítnum mínum.  Ætla að sprauta mig á þriðjudaginn og vonandi fer ég þá að yngjast aðeins hehe.  Ég er- án gríns- eins og níræð kona.  Hvernig getur maður annað en hlegið af þessu? 

Ég dvel nú í íbúðinni minni, er með hjartað í brókunum allan daginn-svaf varla í nótt.  Að dvelja hér er svona eins og að taka smá rölt niður "memory lane" því hér hef ég upplifað mínar bestu og verstu stundir.  Ég gerði upp íbúðina eftir mínu eigin höfði, ég hef því lagt drög að hverri flís, hverri hillu, hverri innréttingu og þykir því rosalega vænt um þetta allt.  Það er því kaldhæðnislegt að líða illa hérna inni.  Ég get bara ekki fundið frið hér, finn ekki fyrir því öryggi sem heimili manns ætti að veita manni.  Fyrir mér er þessi íbúð naflastrengur á milli mín og míns fyrra lífs og ég hata þá tilfinningu.  Ég hrekk í kút í hvert sinn sem ég heyri umgang, verð hrædd, finnst ég innikróuð hér.  Í nótt vaknaði ég í svitakófi því mig dreymdi illa.  Ímyndunarafl mitt fór á fullt og ég heyrði og sá eitthvað stöðugt.  Minn fyrrverandi hefur oft komið hingað að leita af mér en gripið í tómt- ég er hrædd um að hann komi þegar ég er hér- hann hefur svo oft hótað mér lífláti og ég trúi honum.  Hann hefur jú getuna til að murka úr manni lífið þar sem hann er þjálfaður hermaður- er illa innrættur og nýtur þess að meiða fólk.  Ég verð samt að klára þetta af- þegar ég er búin að þessu þá er ég bara sterkari manneskja fyrir vikið.  Nóg um það. 

Nú er hálfur mánuður í skólann- ég trúi ekki að sumarið sé búið.  Ég var að spá í að fara til Spánar í viku og slappa af en ákvað svo að sleppa því í þetta sinn.  Ég er enn að gæla við hugmyndina um að fara til Kína í skiptinám næsta haust, jafnframt er ég að spá í að fara í stutta ferð- svona í viku kannski til Marakó, ferðast þar og skoða.  Kannski að ég nýti páskafríið mitt í það- eða jólafríið... hver veit.  Þetta er fyrsta árið sem ég fer ekkert erlendis í möööörg ár!!  Þetta er sem sagt árið sem Dísa fór ekkert erlendis.  Svona er lífið skrýtið!!

Það er best að halda áfram að sortera eigur mínar,koma sumu í notkun og öðru í geymslu.

Hafið það gott þið frábæra fólk

Kv. Dísa hrædda


Íbúðin mín

sem hefur verið í leigu núna í rúmt ár er að losna á morgun, ég verð í henni næstu vikuna sjálf, ætla að fara í gegnum dótið mitt og skoða það vel, sortera hvað fer í áframhaldandi geymslu og hvað fer í notkun.  Eftir viku fer hún aftur í útleigu í óákveðin tíma eða þar til ég ákveð að selja eða koma heim.  Hlakka ótrúlega mikið til þess að fara í gegnum eigur mína- man ekki hvað ég á og hvað ég ekki á, sumt hefur verið eyðilagt annað ekki.  Man ekki lengur hvað var heilt og hvað var ekki þar sem mörgu var rústað.  Er enn ekki byrjuð á lyfjunum aftur þar sem ég er rétt að skríða saman.  Ætli að ég sprauti mig samt ekki næstkomandi þriðjudag- þá ætti ég að vera orðin góð.  Það er ekki nema hálfur mánuður þar til skólinn byrjar aftur, það eru hálfblendnar tilfinningar i sambandi við það- bæði tilhlökkun og kvíði, svona í bland.

Blogga meira um helgina þar sem það er netsamband í íbúðinni minni.  Hafið að gott kæru bloggvinir mínir.

Dísan


ó mæ ó mæ!!

Alltaf er ég jafn heppin- ótrúlegt.  Ég þurfti að taka pásu frá nýju lyfjunum því ég fékk flensu og var komin með snert af lungnabólgu.......týpískt ég sko þarna á ferðinni.  Ofan á allt annað þá var ég farin að trappa mig niður af gömlu lyfjunum og er því eins og ég sé níræð.  Og verkirnir....nei við skulum ekki fara út í þann pakka bara.  Nú keppist ég að því að láta mér batna svo ég geti byrjað aftur í sprautunum og verið eins og ný þegar skólinn byrjar aftur eftir 3 vikur.   En fall er faraheill er sagt og ég trúi því.  Annars hef ég það úbergott fyrir utan þennan smá pakka, er að njóta þess að vera til þrátt fyrir háan aldur(níræð munið þið) og ætla svo að taka mér viku frí frá öllu í lok ágúst og fara í bústaðinn, fara í berjamó og undirbúa mig fyrir næsta vetur.  Leyfi ykkur að fylgjast með, og nú fer ég að verða duglegri að blogga og taka rúnt þegar ég fer að komast í tölvu daglega.

Hafið það gott

Kærleikskveðjur,

Dísan gamla


Uppleið

Það er allt á uppleið hér á bæ.  Nú er vika og 2 dagar síðan ég byrjaði á nýju lyfjunum og ég finn mikinn mun til batnaðar.  Mér gengur vel að sprauta mig sjálf, eiginlega er það fáránlega lítið mál.  Ég átti nú von á að þetta yrði meira mál þar sem ég er svo rosalega sprautuhrædd.  Fyrsta skiptið þar sem ég gerði þetta ein þá fékk ég óstöðvandi hláturskast af stressi og sprautaði mig skellihlæjandi, annað skiptið var ég ekkert stressuð og dreif verkið af.  Verkirnir eru að minnka mikið- farin að fá krampa í fæturna þar sem ég er farin að reyna eðlilega á fæturna og hætt að ganga undan sjálfri mér í von um að geta hlíft einhverju og losnað við verki.  Lífið er svo stórkostlegt og ég þakka fyrir þetta annað tækifæri sem ég hef fengið.  Ætla mér að nýta það vel.

Ég fór í góðra vina hópi til Eyja í gær í dagsferð í geðveiku veðri og það var vægast sagt frábært.  Ég hef ekki skemmt mér svona vel í mörg ár.  Ég tók fullann þátt í öllu nema að ég gekk ekki upp á topp á Eldfellinu, lét mér nægja að fara smá spotta og sneri svo við.  Róm var ekki byggð á einni nóttu!!

Við fórum í siglingu í kringum Heimaey, fórum í rútuferð um eyjuna, löbbuðum um allt og vorum að hugsa um að leigja okkur vespur en ákváðum að bíða með það í þetta sinn.  Flugum frá Bakka og flugið tilbaka var svaðalegt, ef þeir ná farinu eftir mig þar sem ég hélt mér í sætið úr fyrir jól þá verð ég mjööög hissa.  Tek Herjólf næst!!!!

Lífið leikur sem sagt við mig þessa dagana og ég er mjög hamingjusöm.  Nú er ekki nema mánuður þar til ég fer í skólann aftur- ótrúlegt en satt. 

Læt þetta duga í bili.  Knúsur á ykkur kæru bloggvinir og aðrir- njótið sumarsins


Dagur tvö

Það eru liðnir tveir dagar síðan ég fékk sprautuna og ég er farin að finna fyrir breytingum......Ég trúi því varla.  Þori varla að trúa því- en ég finn mun til batnaðar.  Ég hef ekki fundið til í hnjánum og verkirnir eru minni annarsstaðar í fótunum.  Öxlin sem hefur verið að angra mig í marga mánuði hefur loksins látið undan og ég svaf í alla nótt án þess að vakna fyrir verkjum.  Þegar ég fór svo á fætur þá þurfti ég hvorki að styðjast við stafinn né styðja mig við húsgögn og annað á leið minni inn á bað!!!

Trúið þið þessu.  Ég er svo hamingjusöm að ég gæti skæltInLoveHeart

Sprauta númer tvö er svo á morgun og mig hlakkar hreinlega til að gera þetta sjálf ef árangurinn er þessi.  Þetta verður algjör "sneið af köku" (piece of cake) skal ég ykkur segja.

Skrifa meira og leyfi ykkur að fylgjast með- ég held litla dagbók núna til að sjá muninn og svo ég geti fylgst með.

Dísa batnandi

 


Ég lét verða að því!!!

Ég fór í sprautuna í dag- Guð minn góður hvað ég var stressuð svona til að byrja með.   Þær mega eiga það þessar yndislegu konur á gigtardeildinni hvað þær eru jákvæðar og uppörvandi.  Yndislegar alveg hreint.  Ég fékk smá fræðslu um lyfið, aukaverkanir og hvernig skal ferðast með lyfið.  Fékk uppá skrifað að ég verði að fá að ferðast með sprauturnar í handfarangri og svona ef ég ferðast með flugi.  Fékk litla kælitösku svo ég geti ferðast á milli staða með mín lyf.  Þetta á eftir að taka smá tíma til að venjast en svo kemst þetta væntanlega upp í vana eins og margt annað.  Ég fékk að fara eftir um það bil tvo tíma þar sem blóðþrýstingur var eðlilegur og enginn kláði kom fram.  Það var skrýtið að sprauta sjálfa sig, hef oft sprautað aðra en aldrei mig sjálfa.  Þetta var vont en kemst ekki í hálfkvisti við þá verki sem ég hef dags daglega og því var þetta ekkert mál.  Nú er bara að bíða og sjá hvað verður með þetta, en ég þarf að sprauta mig tvisvar í viku.  Margir finna mun eftir eina viku- aðrir eftir 2 mánuði en sumir aldrei- flestir segja þó að þetta sé allt annað líf fyrir þá.   Ég ætla að vera ein af þeim sem finn mun fljótt og þetta verður annað líf.  Hlakka til að takast á við það, hraust og sæl.

Takk fyrir allan stuðninginn sem þið hafið sýnt mér í gegnum þetta ferli kæru bloggvinir- hann hefur verið mér ómetanlegur- knúsur á ykkur öll- þið eruð svo frábær. InLove

Dísa olmóst verkjalausa (krossa fingur)

 

Helgin var frábær

Helgin var alveg yndisleg.  Ég var komin út í sólbað fyrir hádegi á laugardeginum, með góða bók og pepsi.  Grilluðum í hádeginu og grilluðum um kvöldið- skruppum í Hólminn og fengum okkur ís.  Fíluðum okkur frábærlega.  Sunnudagurinn fór í algjöra leti- að vísu hreinsaði ég beðið eins og ég lofaði mömmu.  Það er spurning hvort ég fari í sprautuna á morgun- er enn með eitthverjar stíflur þannig að ég verð víst að sjá til enn og aftur.  Ég er allaveganna vel úthvíld og endurnærð enda er dekrað stanslaust við mig InLove

Læt ykkur vita með framgang sprautumála.

Hafið það gott kæru bloggvinir

Dísa dekraða.


Enn lyfjalaus!

Ekkert lát ætlar að vera á þessum flensuskratta - ég er enn smá slöpp og fæ því ekki lyfin- verður séð til á þriðjudaginn næsta!!  Ég ætla hins vegar að fara upp í bústað um helgina og slappa af og hafa það notalegt með mínum ektamanni - það verður dásamleg tilbreyting og gott að vera laus við allar skólabækur og annað amstur.  Svo er víst spáð svo frábæru veðri- pakka niður sólaolíu og after sun Cool Að vísu  ætla ég að halda minningarathöfn um Kisuna hans pabba en hún dó í vikunni, við ætlum að jarða hana upp í bústað í gilinu fagra.

Segi ykkur ferðasöguna eftir helgina.

Hafið það gott kæru bloggvinir og aðrir sem líta hér inn- njótið sumarsinsWink

Kv. Dísaskvísan (séra Dísa) í sólbaði


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband