8.7.2008 | 16:57
Það held ég nú
Stóri dagurinn var í dag, stóri dagurinn sem varð svo ekkert svo stór eftir allt saman Ég átti sem sagt að byrja á nýju lyfjunum í dag en þegar á hólminn var komið kom í ljós að ég var með smá hita og flensuvott þannig að þessu var frestað fram í næstu viku!!!
Nýji bílinn minn bilaði í gær, varð að skilja hann eftir í Húrígúrí og fá far til Reykjavíkur....... En það er allt í lagi. Ég hef ákveðið að vera ekki að æsa mig yfir svona hlutum því ég veit að þetta reddast allt saman að lokum. Lífið er bara svo dásamlegt þrátt fyrir verki, bilaðan bíl og annað smávægilegt.
Ég er tölvulaus þar sem ég dvel núna og það er fínt....fer samt bloggrúnt þegar ég kemst í slíkan munað hehe.
Hafið það gott þar til næst kæru bloggvinir
Dísaskvísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.6.2008 | 13:34
Komdu í laugina gleraugnastrumpurinn þinn er kallað!!!
Sólin skín og glansar á himnum- það er um 18 stiga hiti hér og sundlaugin kallar á mig en ég sit inni að lesa undir próf og verð víst að láta mig hafa það -bíta á jaxlinn og missa heyrnina um stund!!!
Það er sem sagt komið að því- síðasta prófið er á morgun kl 17:00, en það er munnlegt próf í stjórnsýslurétti. Svo er þetta búið í bili, verð í fríi í 9 vikur. Ég ætla að passa að það séu engar bækur nálægt mér þessar 9 vikur, ekki í um 20 kílómetra radíus. Er jafnvel að spá í að pakka ekki niður tölvunni - ég ætla nefnilega helst að kíkja ekki í hana- hún tengist skólanum of mikið til þess!!
Hinir áfangarnir sem ég er búin með á þessari sumarönn eru allir staðnir og allt í góðu. Ég er með fína verkefnaeinkunn í þessu fagi og ætla mér að ná þessu- það er bara svo djö.... erfitt að sitja inni í þessu veðri!!! Svipan sett á sjálfa mig- ég skal klára þetta!
Ég ætla að skipta algjörlega um umhverfi þessar vikur sem ég er ekki í skólanum, fer á æskuslóðir og rifja upp gamla og góða tíma á meðan ég tek sjálfa mig í gegn! Byrja á nýju lyfjunum 8. júlí og það tekur um það bil 2-3 vikur fyrir þau að virka. Get varla beðið, margir stórir sigrar í vændum þar
Gætið lífið orðið eitthvað betra?
Dísa meidinsveiten on ei hollídeij
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.6.2008 | 23:43
Einn lítill, tveir litlir......
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir xxxxx, fjórir litlir xxxxx, svo ekki söguna meir!! í 8 vikur
Þið megið geta hvað ég er að tala um!!!
Vænlegir vinningar í boði fyrir þá sem þora hehe!
Bloggar | Breytt 24.6.2008 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.6.2008 | 08:55
Djöf...... mannvonska og viðbjóður
Það er ekki oft sem ég pústa hérna inni en............
Ég á ekki til eitt aukatekið orð- hvað er að fólki (ef fólk skal kalla) sem gerir svona. Ég skal alveg viðurkenna þegar ég las þetta- sá staðsetninguna þar sem þetta átti sér stað ......þá kom viss aðili upp í huga minn.
Ég verð svo reið þegar ég heyri svona - að ég ræð varla við mig!! Hversu lágt er hægt að leggjast??? Að ráðast á algjörlega varnarlaust dýr sem getur sér enga björgun veitt!!
OK, ok ég verð að anda inn og anda út og reyna að róa mig því ég er alveg á nippinu sko. Ég ætla rétt að vona að eigandinn fái ekki hundinn nema að það sé sannað að hann hafi horfið frá honum og það tilkynnt til lögreglu- maður fer aldrei of varlega í svona málum. Og sá sem að gerði dýrinu þetta- ja - ég vona að hann rotni í helvíti!!
Nei það er rétt - auðvitað á maður ekki að óska fólki slæmrar vistrar í því neðra! Þannig að ég segi að sá sem gerði þetta- ég vona að hann sjái að sér og eigi eftir að leita sér hjálpar!
Eigandi hvolpsins fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.6.2008 | 23:24
Gestabókin!!
Ég er svo lélegur bloggari....þannig er að ég skoða aldrei gestabókina- gleymi því alltaf
Allir þeir sem hafa sent mér línu í gestabókina...Þakka ykkur kærlega fyrir allar þessar línur, góð ráð, hughreystingarorð og allt það sem þið hafið skilið eftir þar!!!
Þessi orð eru mér kær- nú þegar ég hef lesið þau...Verð duglegri hér eftirAlgjör ninja í að lesa gestabókina!!
Kv. Dísa gestabókagleymari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2008 | 08:49
Gleðilega þjóðhátíð!
Megi dagurinn verða ykkur yndislegur í faðmi þeirra sem standa ykkur næst!
Knúsur á ykkur öll,
Kv. Dísa í þjóðhátíðarskapi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2008 | 11:43
Svona er ég!
1. ERTU SKÝRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM?
Já í höfuðið á móðurömmu minni og móðurafa- sem voru að vísu kjörforeldrar hennar mömmu.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA? 02. júní þegar ég fékk undanþágu fyrir nýjum lyfjum, það voru gleðitár.
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL? Nei
4. HVAÐA KJÖT ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Kjúklingur
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVAÐ MÖRG? Nei
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT, VÆRIR ÞÚ VINUR ÞINN? Já, það held ég
7. NOTAR ÞÚ KALDHÆÐNI MIKIÐ? Já
8. FÆRIR ÞÚ Í TEYGJUSTÖKK? Kannski ef mér yxu vængir þá mundi ég íhuga það
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Létt ab mjólk með ferskum ávöxtum
10. REIMAR ÞÚ FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM? Nei
11. TELUR ÞÚ ÞIG ANDLEGA STERKA/N? Já
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Vanillu
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS? Augu, bros og framkoma.
14. Rauður eða bleikur varalitur? Hvorugt
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR VIÐ SJÁLFAN ÞIG? Hvað ég get verið sjálfhverf stundum.
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST? Móður minnar því hún býr erlendis.
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA? Já
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERU Í NÚNA? Dökkbláum gallabuxum og svörtum sandölum.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR? Vínber
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA? Kennarann minn
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ? Grænn
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST? Af manni sem ég þekki
23. VIÐ HVERN TALAÐIR ÞÚ SÍÐAST VIÐ Í SÍMA? Lindu vinkonu mína
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR? Já
25. UPPÁHALDS ÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á? Box
26. HVERNIG ER ÞINN HÁRALITUR? Skolhærð
27. HVERNIG ER ÞINN AUGNLITUR? Blágrár
28. NOTAR ÞÚ LINSUR? Nei
29. UPPÁHALDS MATUR? Grillkjöt og grillað grænmeti
30. HRLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Góður endir
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ? The Doom, leiðinlegast a mynd ever
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI? Kannski koss ef mér líst vel á!
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR? Kirsuber
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL ÞESS AÐ SVARA ÞESSUM LISTA? Linda
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR TIL ÞESS AÐ SVARA ÞESSU? Pabbi
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Stjórnsýslulögin eftir Pál Hreinsson
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI? Enginn, á ekki músamottu
38. Á HVAÐ HORFÐIR ÞÚ Í SJÓNVARPINU Í GÆR? Horfði ekki á sjónvarp í gær, kveikti ekki einu sinni á því
39. ROLLING STONE EÐA BITLARNIR? Rolling Stones
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI? Mexíkó
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR? Hreinskilni og heiðarleiki!!
42. HVAR FÆDDIST ÞÚ? Á fæðingarheimilinu.
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/ SPENNTASTUR AÐ FÁ AÐ SJÁ? Frá öllum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.6.2008 | 09:46
Í fréttum er þetta helst...
Ég er búin að kaupa mér nýjan bíl - lítinn skvísubíl - úfff ég vona að hann endist.
Síðasti áfanginn á þessarri önn er byrjaður og skólinn klárast eftir 17 daga- já það er farið að telja niður. Ekki það að þetta nám sé ekki skemmtilegt- heldur er þetta bara búið að vera fulllangur vetur og ég er tilbúin að takast á við annað núna. Veikindin mín hafa líka gert þetta erfiðara en gengur og gerist - þó að þetta hafi samt allt gengið. Fæ 8 vikur í frí áður en baráttan hefst á nýjan leik- ég ætla að reyna að nýta þennan tíma vel til að byggja mig upp.
Móðir (mamma mín- já ég kalla hana móður) er hjá mér þessa dagana og það er alveg yndislegt. Við njótum þess að sitja saman út á palli og slappa af og spjalla. Ég fæ aldrei nóg af því að hafa hana hjá mér og vil bara að hún fari að flytja hingað heim svo ég geti alltaf hana í kringum mig. Við ætlum að fara upp í sumarbústaðinn okkar á föstudag og vera í 5 daga. Jebb - ég ætla að skrópa í skólanum á mánudag og lengja helgina. Ætla sko að njóta þess að vera í góðum félagskap og frá amstri dagsins í heila 5 daga!!
Járningin gengur ágætlega- ég er búin að fara í 4 skipti af 10 þannig að þetta smá mjatlast. Að vísu líta hendurnar mínar út eins og gatasigti en það skipti engu máli, það sem skiptir hinsvegar höfuðmáli er að fljótlega fæ ég nýju lyfin og allt verður betra- ég trúi því í hjarta mínu. Ég er nefnilega lukkunarpamfíll!! Nú þegar ég fæ járn þá sef ég aðeins betur og nú vil ég bara sofa alla daga og allar nætur. Fór niður í helvíti í gær til að lesa fyrir tímann í dag og ég vaknaði mörgum tímum seinna fram á borðið. Ég fór heim og sagði ekkert við móður- þegar hún spurði hvernig gekk að læra þá sagði ég henni að það hafi bara gengið vel. Já ég veit ég er ferleg Fyrst að ég er farin að játa svona þá er best að ég játi annað sem hefur legið nokkuð þungt á mér í margar vikur. Munið þið þegar allir voru að taka strumpaprófin??? Ég var engin undantekning- nema að ég tók mitt tvisvar Því í fyrra skiptið var ég gleraugnastrumpur en ........en ég vildi ekki vera hann því mér finnst hann leiðinlegur þannig að ég tók prófið aftur og breytti svörunum og var þá listastrumpur og ég setti það inn á síðuna- þóttist aldrei hafa heyrt um gleraugnastrumpinn. Ég veit að þetta er óheiðarlegt og hallærislegt þar sem þetta er bara grínpróf .......en ég vildi bara alllss ekki vera gleraugnastrumpur því hann er svo mikill "bessevisser" og ég er það stundum líka en vil ekki vera svoleiðis.
Vona að þið getið fyrirgefið mér þetta- en ég var búin að segja bestulitlu frá þessu- það telst sem játning.....er það ekki?
Dísa ljúgari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2008 | 09:07
Heimurinn versnandi fer!
Lífstíðarfangelsi fyrir fjögur morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2008 | 09:04
Mannvonska!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)