19.3.2009 | 23:30
Það er vor í loftinu!
Síðustu 3 daga hefur verið vor í loftinu...ég elska það. Ég hef ákveðið að reyna að rífa mér upp úr þessari deyfð. Ég veit ekki alveg hvað málið er...hef enga ástæðu til að vera dauf.
Á morgun er síðasti kennsludagur á þessari önn, það er samt ekki svo að það séu rólegir tímar framundan - ó nei! Á mánudag byrjar prófavikan, ég er að vísu bara í tveimur prófum, annað er á mánudag en hitt á þriðjudag. Eftir prófavikuna byrjar misserisverkefnið og tekur næstu 2 vikurnar og því næst hefst sumarönn. Ekkert frí á þessum bæ. Ég er ekki byrjuð á BS ritgerðinni minni sem ég á víst að skila 5.maí....það er eins gott að fara að spýta í lófana ef ég á að ná því. Ég er búin að skrifa 3 orð sem eiga ekki einu sinni heima í ritgerðinni. Þar sem ég þarf að taka sumarönn þá verður útskriftin mín ekki fyrr en í september, ég hef því varanet fyrir Bs -get skilað þann 11. ágúst ef allt klikkar!!!
Ég er búin að bóka mér ferð til Marakó í ágúst, ætla að fara í 9 daga og keyra um. Hafdís frænka mín ætlar að koma með mér. Ég ákvað að tríta mig með svona ferð....svona ef ég er að útskrifast sem viðskiptalögfræðingur í haust Ég kem þá væntanlega heim daginn fyrir fyrirhugaða útskrift, vonandi úthvíld og til í slaginn í mastersnáminu sem hefst strax að lokinni útskrift.
Sumarið verður frábært, á von á að ég dvelji aftur í minni heimasveit ...hlakka til!
Nóg í bili,
Dísan
Athugasemdir
Hva ég hélt að þú værir löngu búin með þessa ritgerð humm
Það eru þá fl en ég með þessa depurð,sem ég er ekki heldur að skilja,,,enverum sprækar mín kæra,er bara ekki að koma betri tíð ég held það
Guðný Einarsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:37
Gangi þér vel með ritgerðina skvís
Ferðaplönin þín hljóma vel.
Dísa Dóra, 20.3.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.