6.5.2009 | 01:15
Ekkert að gerast á þessari síðu
Langt síðan ég hef bloggað!
Sumarönnin er byrjuð, kláraði vorönnina vel og minn hópur var einn af þeim sem fékk hæðstu einkunn í lagadeildinni fyrir misserisverkefnið okkar. Gaman þegar að svona vel gengur. Nú á ég 3 fög eftir en þau mun ég klára á næstu 8 vikum og þá er ritgerðin mín eftir og ef þetta gengur allt eftir þá er ég búin með BS námið. Þá getur maður víst titlað sig sem viðskiptalögfræðing. Ég er hinsvegar búin að sækja um í meistaranámið í haust og er að bíða eftir að fá svar með það. Ég krossa fingur!!! Ef ég fæ inngöngu þá mun það taka um 2 ár en þá er ég komin með embættispróf í lögfræði með sérhæfingu á viðskipti. Ekki að viðskiptin heilli mig- síður en svo, ég vil vinna sem lögfræðingur í annarskonar málum! Það er alveg ljóst!
Mig hlakkar til að komast í sumarfrí og geta hugsað um annað en skólann. Flyt í mína heimasveit og get varla beðið!! Fyndið að finna fyrir slíkum tilfinningum þegar ég gat aldrei beðið eftir að komast þaðan þegar ég bjó þar sem unglingur!
Heilsan er öll að koma til og ég er svo ánægð að hafa fengið annað tækifæri. Ég er smá saman að taka mig á í ýmsum málum, svo sem hreyfingu og matarræði. Þetta gengur allt vel og ég finn mjög mikin mun á mér.
Ég er ánægð með lífið- enda verð ég tveggja ára innan fárra daga! Getur maður beðið um meira? Held ekki!!!
Kveðja Dísan
Athugasemdir
Frábært hjá þér Viggan mín
Heyrðu verð að láta þig vita,að það þýðir ekkert að banka á föstudagskv,hjá mér,ég verð því miður ekki heima um helgina er að fara suður
Guðný Einarsdóttir, 6.5.2009 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.