Hvað er í gangi?

Jiminn- ég er haldinn bloggleti af hæðstu gráðu- ég hef bara varla nennt að skrifa neitt...og það á ekki eingöngu við um blogg því að ég er enn ekki byrjuð á BS ritgerð minni Blush

Sumarönnin hefir gengið frábærlega, er búin að vera með 9 og 8,5 í þeim prófum sem ég hef verið að taka og það finnst mér skemmtilegt.  Ég á hins vegar eftir eitt próf sem ég er ekki bjartsýn með .....og svo er það náttla ritgerðin urrrrgShocking

Ég veit samt að ég á eftir að massa þessa ritgerð þegar að ég drullast að byrja.Cool

Skólinn klárast eftir rúma viku og ég get varla beðið - fá smá pásu frá þessum skóla- ekki að þetta sé ekki skemmtilegt nám....er bara orðin smá þreytt.

Heilsan er öll að koma til, ökklinn góði er ekki svo góður en hann mun láta undan.  Ég varð tveggja ára um daginn og ég elska það að vera á lífi og vera á þeim stað sem ég er á.

Svo er það stóru fréttirnar- ég er búin að fá inngöngu í meistaranámið hér og byrja 7. sept en útskrift mín vegna BS er tveimur dögum fyrr....það er að segja ef ég klára ritgerðina múhahaha!!!

Verð að spýta í lófana og byrja á þessu- óskið mér góðs gengis !!

Dísan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Til hamingju með árin tvö;) og gangi þér vel í prófunum mín kæra...Hlakka til að fá þig á svæðið í sumar

Guðný Einarsdóttir, 22.6.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

til hamingju með árin tvö og gangi þér sem allra allra best í prófum og með ritgerðina,

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 23.6.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með árin 2

Ég veit að þú massar ritgerðina algjörlega

Dísa Dóra, 24.6.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Linda litla

Vá löng time nosee your blogg he he he

Datt allt í einu í hug að blogga smá og kíkja hér við í leiðinni.

Skemmti þér vel í vinnunni á Hellu :o)

Linda litla, 6.7.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband