21.10.2009 | 00:16
Á lífi....
Jú ég er á lífi og á fullu meira að segja
Ég er útskrifuð- get nú titlað mig sem viðskiptalögfræðing ÚJE! En ég er jafnframt byrjuð í meistaranámi í lögfræði. Þetta eru mikil viðbrigði og ég vona að ég eigi eftir að standa mig í þessu námi.
Ég fór til Marakó í sumar og það var svo ótrúleg upplifun að ég á varla til orð til að lýsa þessu öllu. Að vísu missti ég af útskriftinni minni þar sem Icelandexpress kanselaði fluginu mínu heim, en það var allt í lagi- móðir mín hélt svo frábæra veislu fyrir mig að það skipti engu þó ég hafi misst af formlegheitunum hehe! Síðan fór ég í óvænta ferð til Danmerkur, en systir mín var að flytja þangað. Ég og móðir mín fluttum bílinn hennar með Norrænu og það var bara skemmtileg að fara í svona road trip með mömmu minni. Stoppuðum í Færeyjum í hálfan dag og það var bara snilld. Heilsan er bara nokkuð góð og ökklinn...hann er alveg að gefast upp- ég skal hafa vinninginn
Ég bý enn í sveitinni- hef það gott hér, ein í kotinu mínu- hef samt verið að spá hvort ég eigi að flytja í borg óttans eftir áramót þar sem ég er mjög lítið í skólanum. Veit samt ekki hvort að ég tími því þar sem mér líður svo vel hér.....kemur í ljós. Ég var að skrifa BS ritgerð í allt sumar og var rosalega þreytt þegar ég byrjaði í skólanum í haust- en ég held að ég sé loks að rífa mig upp úr því vei- vei.
Verð að setja inn myndir frá Marakó ferðinni minni frábæru og vona að ég hætti að vera svona löt við að blogga.
Dísan
Athugasemdir
Hey þér fröken viðskiptalögfræðingur hvað segir þú gott??? gott að sjá að þú ert ofan jarðar,og að ég sé ekki eini bloggletinginn haha,heyrðu ,næsta ball hér fyrir austan er víst 5 des í þessari andsk,reiðhöll
Guðný Einarsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.