Músaveiðar- barflugur og fleiri kvikindi

Var að lesa undir próf á miðvikudagsnóttina þegar að síminn minn hringdi um hálftvö um nóttina.  "Litla"frænka mín var á hinni línunni- í mikilli geðshræringu- ég heyrði tárin í augunum á henni.  Henni var ansi mikið niður fyrir þegar að hún bað mig um að koma yfir til sín og hjálpa sér.   Ég hentist í föt- hljóp yfir -eins og hrepparæfill til fara - með hjartað í brókunum yfir neyðartilfellinu.  Þegar ég kom yfir var frænkan í hálfgerðu taugalosti- í strigaskóm- vafin inn í flísteppi.......

Þetta mikla neyðartilfelli var það að kisan hennar hafði komið inn með mús- sem var enn sprelllifandi og í fullu fjöri- mér létti, tók sópinn og sópaði litla greyinu út í kuldann og henti mér aftur í prófalestur....guðs lifandi fegin að neyðartilfellið var svo ekki neyðartilfelli eftir allt saman.

Er að vinna á barnum nú í nótt- vona að það verði fjör svo ég sofni ekki fram á borðið- var að læra til hálf 5 í nótt og komin á fætur rétt fyrir sjö til að klára síðasta verkefnið á þessari önn.  Prófundirbúningur er formlega hafinn.

Hafið þið það gott um helgina og njótið hennar til fulls,

Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Duglega skólastelpan mín,þú verður að muna eftir því að hvíla þig,svo þú verðir ekki gaga

Guðný Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

knús til þín. Já passaðu að læra ekki yfir þig. þú verður að hvílast nóg og borða nóg og hollt.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 11.11.2008 kl. 20:33

3 identicon

Dugnaðarforkurinn minn! Já og töffari, bara sópi sópi sópi og mýslan komin út!!! Vona að allt gangi að óskum hjá þér

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband