Það er bara nóvember og ég hef fengið nóg!!

Það er rétt komin nóvember og ég hef fengið nóg af veðrinu.  Ég rölti út í búð áðan og gekk þangað í þvílíku hagléli- ég leit út fyrir að vera með golfkúlur í hárinu þegar ég kom inn í búðina- haglélið var svo stórt.  Það tók mig um það bil 3 og hálfa mínútu að versla og viti menn..... Ég labbaði heim í grenjandi ausandi rigningu.  Þegar ég er orðin lögfræðingur þá ætla ég svo að flytja til Maldíveyja.  Það er minn draumastaður.InLove

Annars er bara gott að frétta- skólinn á fullu, ég vaknaði kl 06:00 í morgun til að byrja á tvöföldu verkefni sem á að skila kl 16:00- ég veit -aðeins of seint í rassinn gripið þegar kúkurinn er farinn að veifa .....en ég bara nennti þessu ekki um helgina.  Svo eru prófin að byrja og svo bla bla bla bla - þetta hlýtur að taka enda einn daginn Happy

Hafið það gott kæru vinir

Dísan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Skil þig svo ofur vel. Þoli heldur ekki íslenskt haust/vetrar veður.

Gangi þér vel í dag

Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

gangi þér vel vinan. já og sammála um veðráttuna

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 3.11.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Hvaða,hvaða,ég er sátt á meðan það er ekki frost og funi,og brjál,bylur eða snjókoma....

En þetta er kannski satt hjá ykkur

Gangi þér vel Dísa mín

Guðný Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Linda litla

Gæti ekki verið meira sammála þér Vigga.

Ef að ég væri drottning á Íslandi þá myndi ég sko alltaf hafa sól og ég myndi líka láta vera frítt til útlanda fyrir mig og vini mína. Þá værum við sko ekki hérna á fróni í þessu ógeðslega veðri við værum örugglega á Kúbu, ég dansandi við Sardinas og þú sitjandi að horfa á og skemmta þér, og auðvitað værir þú að taka það upp á video sko.

Ég væri sko líka búin að gefa þér einhverja orðu fyrir að vera besti lögfræðingurinn sem hefur verið til, þá þyrfir þú ekki að vera hangandi á leiðinda fyrirlestrum um siðfræði og HANA NÚ !!!

Linda litla, 4.11.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Dísaskvísa

Takk Linda

Þú ert drottning! Bara svo það sé á hreinu- og takk fyrir orðuna !!

Ég hengi hana upp í húsinu mínu á Maldíveyjum- eða hinu á Kúbu

Eða í turninum þar sem ég mun búa því ég er ekki bara lögfræðingur- heldur líka prinsessa

Dísaskvísa, 4.11.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Linda litla

Það var ekkert að þakka, njóttu hennar.

Þar sem að ég er drottning þá hlýt ég að geta tekið einkaþotu til þín til Maldíveyja, er það ekki ?? Annars minnir mig að þú hafir sagt við mig einu sinni "þegar ég verð orðinn frægur lögfræðingur þá ætla ég að bjóða þér og mömmu til Maldíveyja" er þetta ekki rétt munað hjá mér ?? Þá þarf ég kannski ekki að fá lánaða einkaþotu.

það getur verið að ég komi við hjá Paris Hilton og taki hana með mér, hún gæti gefið okkur góð ráð um það hvernig eigi að eyða peningum. he hehe

Linda litla, 4.11.2008 kl. 14:37

7 Smámynd: Dísaskvísa

Jú Linda - þetta er rétt hjá þér

Þegar ég verð orðin ríkur lögfræðingur þá ætla ég að bjóða þér og mömmu út tvisvar á ári.  Það verður farin ein löng afslöppunarferð þar sem við njótum okkar - látum dekra við okkur bak og fyrir.  Svo verður farin ein verslunarferð- til einhverjar stórborgarinnar.  Iss- piss- við þurfum ekki að fá Paris Hilton til að gefa góð ráð- ég kann þetta mjöööög vel skal ég þér segja og ef þér vantar ráð - komdu þá til mín.

Dísaskvísa, 4.11.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Linda litla

he he he ég er reyndar ekki í neinum vandræðum að eyða peningum, er meira að segja snillingur í að eyða peningum sem ekki eru til..... sjáðu bara hvernig visakortið stendur hjá mér...... kann þetta sko alveg.

En þar sem að ég er drottning og þú prinsessa þá verðum við að fara til Parísar í vor og ég væri meira en ekki til í að skella mér til Færeyjar einhver tímann eftir áramót...... leggst það ekki vel í þig líka ??

Annars bíð ég eftir því að þú verðir ríkur lögfræðingur og bíður mér til útlanda, þá kólnar kannski visa kortið eitthvað á meðan he he he

Það er alveg rétt hjá þér með Paris Hilton að hún þurfi ekki að kenna okkur að eyða peningum, en það er spurning um að hún rifji það upp með okkur hvernig maður eigi að skemmta sér he he he

Linda litla, 4.11.2008 kl. 16:48

9 Smámynd: Dísaskvísa

Jáhá- góð hugmynd

Það er miklu nær að hún rifji það upp með okkur hvernig á að sletta úr klaufunum hehe

- "Jú nóv- slét out of þe klaufs" hehe

Líst vel á París og Færeyjar- láttu mig bara vita hvenær ég á að mæta upp á völl með vísað, græn eyrnaskjól og kafaragleraugu- and I'll be there

Dísaskvísa, 4.11.2008 kl. 17:33

10 Smámynd: Tiger

Ætli málið sé bara ekki að kreppa ríki líka hjá veðurguðum Íslands, þeir vita bara ekkert hver á að sitja í hvaða stól - líkt og í íslenskri pólitík - svo það skiptist á skyn og skúrir, hagl og sól og svo framvegis ...

Best væri að skutla stórri glerkúlu yfir landið - eða senda nokkra góða kafara undir eyjuna til að klippa á íslenskar ræturnar - skella mótor á vestfirði og reykjanesið - og sigla hratt suður á bógin með kanel og íslenskt sveitaloft ... kannski beint til Maldíveyja ... væri löngu farinn þangað ef ég vissi hvar þær eru sko ... *flaut*.

Knús og kreist í kvöldið þitt og þakka innlit og spor hjá mér!

Tiger, 5.11.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband