Próftími

Þessa viku fyrir próf og vikuna sem við erum í prófum hér,  breyttist andrúmsloftið á svæðinu aðeins.  Flestir verða frekar stressaðir, allir eru illa þreyttir og stundum komin hálfgerður galsi í liðið.  Við sátum til dæmis niður í skóla í nótt- klukkan rúmlega 3 - að læra og hlógum stanslaust að ekki neinu.  Maður rétt gat rýnt á skjáinn í gegnum tárin.....frábært að eiga svona lærifélaga.  Kaffi er drukkið í þúsunda lítratali og flest ból á svæðinu standa auð og köld heilu og hálfu næturnar.  Svona er próftíminn!!

Ég er búin að sitja yfir fjármálastjórnun og vinnurétti- hef ekki kíkt á staf í siðfræðinni- og ekki opnað bók í eigna- og veðrétti.  ÚFFFF - Verð að skipuleggja mig eitthvað betur.  Fór í glósuhóp fyrir vinnuréttinn- afraksturinn eru glósur upp á 90 bls.  Ég læri alltaf niðri í skóla fyrir próf, sem þýðir að ég er meira og minna þar í upplestrarfríinu og prófvikuna.  Ég finn mér stofu, þar sit ég dag og nótt, skil allt dótið mitt eftir þar þegar ég fer heim að borða og þessa 2 tíma sem maður skreppur heim yfir blánóttina til að leggja sig.  Frekar þægilegt!

Við erum búin að velja okkur efni til að fjalla um í missó-inu, ætlum að skoða EES samninginn og neyðarlögin í tilliti við tryggingasjóð innlánsreikningana.  Vonandi að þetta verði gott og skemmtilegt starf.

Verð samt pínku fegin þegar þessi vika er búin og næsta helgi líka- er að vinna hana þannig að ég fæ ekki pásu fyrr en eftir tæpan hálfan mánuð.

Læt ykkur vita framgang mála í prófum

Dísa í prófastressi

P.S ef einhver getur frætt mig um Siðfræði - þá væri það vel þegið he he!!Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Vá stelpa þetta er alltof mikið. þú verður sem sagt orðin algjörlega úrvinda eftir þessar 2 vikur. Þú verður að passa upp á þig. Gangi þér vel.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 17.11.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gangi þér vel Dísa mín og farðu vel með þig,kíki um helgina í kaffi...

Guðný Einarsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Linda litla

Siðfræði ?? Er það eitthvað á brauð ??

Þarf að kíkja í Bónus við tækifæri og kaupa mér eitt bréf af siðfræði.

he he he hafðu það gott litli stresspúkinn minn.

Linda litla, 17.11.2008 kl. 14:22

4 identicon

Heyrðu - ég á eitthvað skemmtilegt um viðskiptasiðfræði, aðallega varðandi Enron málið - held ég hafi aldrei átt jafn erfiðar fæðingar með nokkur verkefni en í því fagi - ég er bara ekki heimspekilega þenkjandi - er bara inn í kassanum eins og uppþornuðum viðskiptafræðingi sæmir :) hehehehe

Lóa (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband