Margþráð og langþráð

Jólafríið er hafið Wizard

Ég var í málsvörn í dag, eins og við var að búast svaf ég lítið sem ekkert í nótt, var á nálum í allan dag og var nærri farin yfir um í vörninni.  Þetta gekk samt allt vonum framar.  Reyndar gekk alveg rosalega vel, það voru heitar umræður, gestir í sal voru margir og voru þeir mjög virkir í umræðunum.  Við fengum marga kosti og tvo galla sem voru að inngangskaflar voru helst til of langir, og hinir bitastæðu kaflar of stuttir.   Kennarinn hrósaði okkur samt fyrir skemmtilegt verkefni, skemmtilega málsvörn og sagði að við hefðum gert þetta vel.

Jólafríið mitt er sem sagt byrjað, ég er búin að standa á haus í dag við að þrífa og taka skápa og annað í gegn.  Næsta skref er að fara að skreyta og svo ætla ég að leyfa mér að slaka á og gera sem minnst hehe!

Hafið það gott og verið góð hvert við annað!

Dísa Jólastelpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Til hamingju með þetta jólastelpa,..Mundu mín kæra að hvíla þig líka

Guðný Einarsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með frammistöðuna. Taktu því svo bara rólega, jólin koma alveg þótt ekki sé allt hvítskúrað.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Til hamingju með prófin og gott að þú ert komin í jólafrí, vertu góð við sjálfa þig og njóttu þín, knús til þína jólastelpa

þín blogg vinkona Svala (einfarinn)

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 14.12.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband