19.2.2008 | 13:58
Breytingar til hins betra eða verra?
Vona að það verði góðar breytingar á högum fólks á Kúbu í kjölfar þess að Kastró kallinn hætti. Samt spá vinir mínir á Kúbu að breytingarnar verði ekki miklar-en þó einhverjar. Þó vildu þau ekki tjá sig neitt um það hvort þau héldu að breytingarnar yrðu til hins betra eða hins verra. Vonum það besta þeirra vegna - því aðstæðurnar sem þetta fólk býr við eru skelfilegar....vægast sagt. Hugur minn dvelur hjá vinafólki mínu á Kúbu þessa stundina
Dísa Kúbufari
Kastró segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.2.2008 | 08:57
Huhummm.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.2.2008 | 00:29
Það er lítið að gerast í mínum heimi
Undanfarnir dagar hafa bara verið rólegir-að vísu er nóg að gera í skólanum, en að öðru leyti hefur þetta bara verið voðalega notalegt allt saman. Fór í bæinn tvo daga í síðustu viku, annan daginn sátum við mál í héraðsdómi og hin daginn sátum við mál í hæstarétti. Mér þótti þetta mjög skemmtilegt og áhugavert, á örugglega eftir að fara og fylgjast með fleiri málum þar.
Ég er búin að eyða helginni í tiltekt, þrif og þvotta. Síðan er ég búin að vera að lesa undir lögfræðipróf sem ég er að fara í á morgun. Sem sagt bara rólegheit.
Ég held að þetta blogg verði bara ekki lengra að sinni, hef ekkert að segja svo sem. Það er eins og líf mitt og líðan sé inn í sápukúlu sem líður um í loftinu - án mikillar fyrirhafnar og án allra tilfinninga.
Hafið það gott
Dísa Sápukúla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 10:20
Ævintýri á norðurleið
Þurfti að fara í kaupstaðaferð, sem er svo sem ekki frásögu færandi......nema að það er náttúrlega búið að vera geðbilað veður. Leiðin í kaupstaðinn gekk vel, en ekki jafnvel þegar ég fór aftur heim. Í einu hringtorginu keyrði ég inn í STÆRÐARINNAR SNJÓSKAFL........og festi bílinn. Nú voru góð ráð dýr. Það var áliðið, sást ekki út úr augunum og ekki hræða á ferð. Ég sat í nokkuð langan tíma þar til að það kom jeppamaður sem aðstoðaði mig. Í lokinn voru þeir að vísu orðnir 3, ásamt vegahefli. Þetta hafðist allt að lokum og ég komst heil á höldnu heim. Svo virðist sem ég, hringtorg og snjór eigum ekki samleið því ég lenti í svipuðum aðstæðum árið 2000 minnir mig. en sá vetur var einmitt svona snjóþungur. Þá missti ég mig að vísu........
Það var þannig að ég var að vinna upp á Kjalarnesi og eins og svo oft áður átti ég bakvakt um helgar. Þessa helgi var einmitt GEÐBILAÐ veður. Á sunnudagsmorgninum lagði ég af stað frá miðbænum á litla Daihatsubílnum mínum -honum Góðláki - og framan af gekk þetta bara svona hel.... vel.
Ég var að vísu á lélegum dekkjum og það vantaði rúðuþurrkurnar á bílinn.....Ég veit en "hey so vatt." Þegar ég hins vegar kom upp í Mosfellsbæ þá lenti ég í smá vandræðum í einu hringtorginu. Bílinn lagðist algjörlega á magann og ég sat pikkföst. Ég reyndi að grafa mig út, ég reyndi að setja motturnar undir dekkin og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert gekk. Á meðan ég lék þessar kúnstir þá voru einmitt jeppakarlar að leika kúnstir sínar í hringtorginu - en voru ekkert að bjóða fram aðstoð sína. Keyrðu framhjá mér með hálfopna glugga, og góndu á mig og sumir skemmtu sér vel. Að lokum missti ég mig algjörlega.........
Ég strunsaði í hríðinni upp á toppinn á hringtorginu ( sem ég varð að klífa þar sem það var kominn svo mikill snjór-og ég var ekki beint frýnileg þar sem ég sökk upp á mitti í hverju skrefi en það gerði mig bara reiðari.) Þegar ég stóð loks á hæsta punkti hringtorgsins þá steypti ég hnefann út i loftið, eins og prédikari, og gargaði á kallana að það væri nú orðið ljóst að þetta væru upp til hópa "litlir" karlar -með lítil tippi og væru bara á þessum "stóru" jeppum til að bæta upp laskaða karlmennskuímynd sína. Það væru náttla bara aumingjar sem keyrðu hvað eftir annað framhjá og horfðu á konu reyna að losa sig úr snjóskafli. Þegar ég var búin að ausa yfir kallana þá strunsaði ég aftur inn í bíl. Eftir ca. 30 sekúndur bankaði einn af köllunum á gluggann hjá mér, ég rúllaði niður og þá spurði hann mig að þessari líka brilljant spurningu " ertu FÖST?" Ég var enn frekar æst og horfði blákalt framan í kallinn og sagði við hann " FÖST- neihey af hverju heldur þú það? Sérðu ekki að ég sit hér og spila YATZEE!!!!!!!
AUÐVITAÐ ER ÉG FÖST......
Karlgreyið dró mig svo upp úr þessu klandri og ég þakkaði pent fyrir og hélt áfram mína leið.
Hafið það gott í dag-en passið ykkur á sköflunum og auðvitað á mönnum með "Litla Pakka"
Dísa Prédikari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.2.2008 | 00:41
Ekki viðræðuhæfur útlandafari...með drama í töskunni
Dagarnir hafa þotið hjá, eins og þeir gera gjarnan þegar maður stendur á haus í vinnu. Það er búið að vera svo brjálað að gera í skólanum að það hálfa væri bara miklu meira en nóg. Ég hef verið að komast í kynni við fullt af skemmtilegu, metnaðarfullu og góðu fólki í skólanum. Þær stelpur sem ég hef verið að vinna með síðustu daga hafa allar verið yndislegar. Höfum setið yfir verkefnum fram á rauðar nætur sötrandi léttvín....bara kósí. Mikið hefur verið hlegið, og í gærkvöldi ákváðum við nokkrar að við ætlum bara að slá þessu upp í kæruleysi og að fara til útlanda. Ekki það að við höfum efni á því á námslánunum....ó NEI en við ætlum bara að velja okkur stað innanlands-helst í 50 km radíus og fara þangað og þykjast vera í útlöndum. Svona rétt eins og ég og Linda litla gerðum stundum hér í denn. Við ætlum sko að taka allan pakkann-tala útlensku allan tímann, drekka létt yfir miðjan daginn og svo framvegis. Verður sko geðveikt.
Álagið er aðeins farið að segja til sín. Mér drullukvíður fyrir því að Florin sé að fara. Hann ætlar í heimsókn heim til heimalands síns og vera í 3 vikur. Í gær tók ég þvílíkt dramakast hér að annað eins hefur varla sést. Ég átti ekki góðan dag og ég missti mig. Byrjaði á því að ég féll á tíma í prófi-ég labbaði út og þá hringdi síminn, það var læknirinn minn að segja mér að ég yrði að fara í járningu strax....æði einmitt uppáhaldið mitt....Not. Síðan fór ég út og rakst á Florin sem sagði mér að bílinn okkar væri bilaður. Mér féllust hendur og ég settist niður og meikaði bara ekki meir. Bað fólk um að vinsamlegast að tala ekki við mig í augnablikinu. Sat þarna dágóða stund...tautandi við sjálfa mig eins og ég veit ekki hvað. Hringdi svo í pabba minn og tilkynnti honum að ég vær sko hætt í þessu fjandans námi og ég veit ekki hvað og hvað. Aumingja pabbi sagði bara fátt.
Ég er búin að gera mig að kjána hér, það er bara þannig að þegar ég er þreytt þá segi ég hluti sem eru oft óviðeigandi-ekkert dónalegir-bara ekki alveg á réttum tíma. Síðan á ég það til að verða svona sveimhugi-þá fer hugur minn af stað og ég ræð ekki við það. Enda svo á að fá kast upp úr þurru -samnemendum mínum til mikillar undrunar. Núna gengur sá orðrómur um skólann að fólk skuli ekki reyna að tala við mig á morgnana þegar ég er með "Tæger" litaðan kúrekahatt-rauð sundgleraugu og með skærgræn eyrnaskjól-loðin. Það þýðir að ég sé ekki viðræðuhæf. Skil ekki af hverju!!!!! Segi ykkur söguna af þessu í næstu færslu því nú þarf ég að halda áfram að læra.
Hafið það gott!
Dísa drottningardrollari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2008 | 09:46
Ég er drottning í mínu koti
Ég er sko drottning....
eða það er alla veganna komið þannig fram við mig á heimilinu. Gæti líka verið prinsessan á bauninni!!!!! Spurning hvort ég sé-kannski að ég sé bara bæði. Hummm....
Það er þvílíkt dekrað við mig á hverjum degi, ég þarf varla að hafa fyrir lífinu. Florin vekur mig með kossi og segir mér að það sé heitt kaffi á könnunni. Ég fæ fótanudd á morgnana á meðan ég er enn í svefnrofunum. Fæ voltarin krem á fæturna þegar mér er illt. Ég fæ nudd á kvöldin ef ég er þreytt, Florin tekur vel á öxlunum mínum þegar ég er þreytt eftir lestur og pikkinn á tölvuna. Það er svo ekki nóg með það heldur er mér líka fylgt í skólann ef færðin er ekki nógu góð, svona ef ég skyldi eiga í erfiðleikum með skaflana. Þessi fallegi strákur minn er algjör draumur..........
Hvað líf mitt hefur breyst....frá helvíti til konungslegs lífs.!!!!
Vona að þið hafið það jafngott og ég.
Dísa "Drottning" (ef þið horfið vel og fast þá sjáið þið kannski drottningarveifið mitt)
P.S En ég hugsa líka vel um minn mann sko.....það er ekki það. Bara viðbrigði fyrir mig að fá borgað í sömu mynt en ekki í barsmíðum og leiðindum - þar sem ekkert var nógu gott af því sem maður gerði...."skil jú".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.1.2008 | 09:40
Það hlaut að koma að því!
Ég sem er búin að vera svo pen.
Ég var á skattadag KPMG í gær með skólanum mínum. Ekki það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér. Sátum þarna flest saman, hafði hitt nokkra úr mínu fyrra starfi. Við sem sagt sátum þarna og hlustuðum á fyrirlesarana. Var orðin svona frekar lúin og augnlokin voru orðin nokkuð þung. Allt í einu heyrði ég einhverjar hrotur - ég svona glotti út í annað og hugsaði mér mér "he he þessi er að gera það sem við öll hin vildum vera að gera" hlustaði svo bara áfram en ég var hætt að gera skil á því sem maðurinn var að segja. Aftur heyrði ég hroturnar - aðeins hærra í þetta sinn og ég var farin að hugsa " jiii , aumingja maðurinn gerir sig að algjöru fífli- neyðarlegt maður"
Allt í einu uppgvötaði ég mér til mikillar skelfingar að þetta var....ÉG. Ég sem sagt sat þarna með lokuð augun, hausinn ruggaði eins og ég væri að slamma og út sluppu hrotur svona öðru hverju. Auðvitað sátu samnemendur mínir í algjöru kasti og sögðu ekki orð - kvikindin. Ég fæ sem sagt EKKI vinnu hjá KPMG þegar ég útskrifast vegna ÁHUGALEYSIS. He he he bara fyndið.
Þegar ég byrja á svona þá skeður þetta oftast í þrennum.
Í gærkvöldi kom ég heim frá skattadeginum. Ég hafði komið við í "Maður lifandi". Þar hafði ég keypt svona eitt og annað, þar á meðal duft sem ég nota í "ógeðsdrykkinn" minn á morgnana. Þetta duft kostar sitt og stundum trassa ég að kaupa það, en lét mig hafa það í gær. Þetta var sem sagt allt sett í bréfpoka og ég skellt þessu út í bíl.
Þegar heim var komið greip ég pokann og fór inn í hús. Um leið og ég kom inn í forstofu þá bilaði botninn á pokanum og allt dótið gossaði á gólfið. Safaflaskan brotnaði-duftglasið brotnaði þannig að þarna var komin ógeðsleg drulla á gólfið. Ég varð ekki hress, og þurfti að skúra allt gólfið-svona áður en ég komst inn úr dyrunum heima hjá mér ef svo mætti segja.
Svo í morgun var frekar mikill snjór hér-eiginlega soldill mikill snjór. Ég þurfti sem sagt að mæta í skólann og var að reyna að fikra mig niður hæðina í gegnum skaflana. Ég var með tölvutöskuna á bakinu, epli á annarri hendi og kaffimál í hinni. Ég var nánast komin niður og það var farið að hlakka í mér - svona yfir því hversu vel þetta hafði gengið -en þá gerðist það.
Ég datt á bólakaf í snjóskafl, týndi eplinu og hellti yfir mig kaffinu. Ég var sem sagt þarna að reyna að krafsa mig upp úr skaflinum. Loksins þegar ég komst á fætur þá varð ég að dýfa mér aftur í skaflinn til að leita að eplinu og kaffimálinu mínu fína- flotta. Ég mætti í skólann, eins og snjókarl-köld og blaut með hálfan lítra af kaffi framan á mér hí hí. Vegna veðurs hafði kennslunni verið frestað en ég ákvað að sitja sem fastast í kennslustofunni því ekki meikaði ég að berjast við skaflana á nýjan leik.
Minn innri maður er sem sagt að brjótast út. Hrakfallabálkurinn ég, er mætt á svæðið og ég vona bara að ég eigi ekki eftir að gera mig af of miklu fífli. Það vita jú flestir sem þekkja mig hversu orðheppin og seinheppin ég er....hey ég er þó heppin á einhverjum sviðum.
Jæja-kennarinn er mættur-tími til komin að læra eitthvað-ástæðan fyrir því að hún var sein var sú að hún keyrði út af.
Ætli að seinheppni og hrakföll séu smitandi?
Dísaskvísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2008 | 13:38
Sorglegt!
Kræst - hvað þetta er sorglegt - að þess fallegi og flotti leikari sé dáinn-mér fannst alltaf gaman að horfa á þetta kjúttífeis og hlusta á hreiminn hans. Dapurlegt!!!!
Samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og megi hann hvíla í friði
Dísaskvísa
Heath Ledger látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 01:39
Well, well
Jæja - á maður að reyna að blogga svolítið????
Ég varð næstum því -næstum því frænka í gær. María, dóttir hennar Lindu, átti lítinn strák í gær, hann var 14 merkur og 54 sentímetrar og þeim heilsast báðum vel
Skólinn er byrjaður á nýjan leik - nóg að gera þar. Fór í úrbótapróf, sem ég "bæ ðe veij" rúllaði upp. Búin að skipuleggja mig vel og þetta lítur allt ljómandi vel út.
Mín er byrjuð í ræktinni - Florin fer með mér -hann ætlar að byggja sig aðeins upp. Gaman að hafa félaga sem er svona áhugasamur eins og hann. Ég á svo yndislegan kærasta. Alltaf að sjá það betur og betur. Hann dekrar við mig eins og ég sé það dýrmætasta sem hann á.....satt að segja þá finnst mér það góð tilbreyting.
Ég er að vinna í nokkrum hlutum.......það verða væntanlegar einhverjar breytingar á þessum bæ á næstunni. Ég deili því með ykkur þegar það er komið betur í ljós.
Ég var á fullu alla helgina-hjálpaði Lindu með íbúðina. Fórum með heilan bílfarm í Sorpu. Allt að verða fínt þar. Síðan fór ég til Chris og hjálpaði honum að mála sína íbúð ......nóg að gera allsstaðar. Ég hitti Þórdísi systir þar, það var gaman að spjalla við hana og eiga stund með henni. Við hittumst sjaldnar en áður, þar sem ég vil helst ekki fara heim til hennar nema það sé aðkallandi. Lærdómurinn fór eitthvað forgörðum hjá mér, en ég bæti það upp í vikunni.
Í kvöld skellti ég mér svo á Al- Anon fund, á meðan Florin fór í skólann. Það var mjög áhugavert og ég held að ég muni halda áfram að fara þangað.
Þetta verður að vera nóg í bili - þarf að rífa mig á fætur kl 7 og fara á fyrirlestur í skattarétti-sem er ekki alveg það skemmtilegasta í heimi. Ef ég er ekki almennilega sofin, á ég það til að "detta út" í fyrirlestrum. Augun fara í kross og það er eins og ég sé inni í stórri tunnu. Rúmið mitt birtist mér í hyllingum, eins og vin í eyðimörkinni, og það verður sífellt meira freistandi að leggja höfuðið á lyklaborðið og skoða augnlokin innan frá. Það gengur ekki upp að haga sér svona - þannig að ég er farin að sofa.
Dísaskvísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2008 | 20:24
Ég er á lífi.....
en er bara í einhverjum anti-blogg fíling þessa dagana
Blogga meira þegar þetta líður hjá - hafið það gott þangað til
Dísa "antiblogger"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)