Þvílíkur afslöppunardagur

Dagurinn í dag var einmitt það sem ég þarfnaðist til að hlaða batteríin mín.  Ég vaknaði kl 11, fékk mér morgunmat-appelsínu og plómu.  Drakk mitt morgunkaffi og opnaði svo páskaeggið mitt.  Ég fékk málháttinn "Vingjarnlegir menn hafa af náttúrunni fengið í vöggugjöf lykilinn að hjörtum annarra"- sérstakt spakmæli.  Borðaði smá af egginu og fann að ég varð að hreyfa mig eftir það.

Ákvað að fara í góðan göngutúr í þessu fallega umhverfi hér- það er langt síðan ég hef leyft mér það.. svona í rólegheitunum.  Gengum meðfram ánni hér í tvo tíma, rosalega fallegt og þetta róaði hugann minn.  Það var svo yndislegt veðrið hér, blankalogn og frekar hlýtt.  Fórum heim, náðum okkur í sundföt og fórum í heitu pottana ...Uummmm........

Ég var alveg á slefinu í sturtunni, skreið heim, beint upp í rúm og steinsofnaði.  Vaknaði svona núna upp úr sjöBlush, ég veit....algjör letihaugur sko.  Er núna að elda kjúkling A LA Dísa og svo ætla ég að leyfa mér að eyða kvöldinu í rólegheitum.  Próflestri er frestað til morguns.

Gleðilega páska gott fólkInLove

Dísa endurhlaðna.


Skírn á skírdag

Litla frænkan mín fallega fékk nafn í dag.  Hún heitir Freydís Katla- fallegt nafn.  Kom ekki á óvart að hún fékk - Dísar nafn eins og flestar konur í ættinni minni.  InLove

Ég er búin að vera í páskafríi, sem er bara æðislegt, er að undirbúa mig undir prófin á fullu.  Annars er ég bara svo svakalega löt þessa dagana og hef afskaplega lítið og ómerkilegt að segja.  Ætla því ekki að hafa þetta lengra að sinni, vildi bara deila með ykkur nafninu fagra.  Hafið það gott í dag sem og alla aðra daga.

Kærleikskveðja,

Dísaskvísa


Aðeins of seinn með hana....Slepp ég ekki við skuldina

Common- ég er bara aðeins of seinn-þú lætur mig varla borga Wink

Gott að þessi gamla bók sé fundin-það er samt væntanlega búið að lesa hana spjaldanna á milli LOL.

Dísaskvísa


mbl.is 100 árum of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 og 1/2 dagur í páskafrí

Úffff

Sit hérna í skattarétti og hlusta á tvo gæja frá ríkisskattstjóra tala um virðisaukaskatt........verð bara hreinlega að viðurkenna að þetta höfðar bara ekki til mín....What so ever.  Læt mig dreyma um páskafríið sem hefst um hádegi á föstudag..... ummm 2 vikur í paradísHappy  Veit samt ekki alveg af hverju ég er svona spennt að fara í fríið, ég þarf að nýta þessa daga vel við að lesa og undirbúa mig undir prófin sem hefjast strax eftir frí.  Þarf samt ekki að sitja fyrirlestra eða skila verkefnum á meðan.

Vorið er á næsta leyti, ég fór í smá fjallgöngu í gær og það var svaka mikill gróður byrjaður að teygja anga sína upp úr jörðinni - ég elska vorið og sumarið.  Ég ætla að horfa fram á veginn og hugsa um þá betri tíð sem bíður mín- og okkar allra sem vilja vera með.  Verðum að "sígreta" það til okkar.  

Þórdís systir er búin að vera veik- heyrði í henni um helgina og þá var hún komin á spítala.  Ekki gott.  Svo hitti ég hann pabba minn og hann lítur mjög illa út, hef áhyggjur af karlinum- hann vill samt ekkert viðurkenna.  Ég er að hugsa um að panta fyrir hann tíma hjá lækni og neyða hann með mér.  Ég á yngri bróðir sem er 18 ára og pabbi ber skyldur til drengsins og ein skyldan er að hugsa vel um sig.....Em Æ ræt or vatt?  Ég ætla að hugsa fallega til fjölskyldu minnar, þó að ég hugsi ávallt fallega til þeirra þá ætla ég að hugsa enn betur til þeirra þessa dagana. 

Ég á bráðum afmæli, verð 35 ára.  Ég á bágt með að trúa að ég sé búin að safna mér svona miklum árafjölda.  Mér líður ekki eins og ég sé 35 ára og mér finnst eins og ég hafi verið 25 í gær!!! Án gríns.  Mig langar að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins en er alveg tóm.  Það væri gaman ef þið gætuð komið með hugmyndir- ég hef ekki haldið upp á afmælið mitt síðan.......síðan ....ég man það ekki einu sinni- það er svo langt síðan.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, hafið það gott og notið "sígretið" til að komast þangað sem þið viljið vera í lífinu.  Það virkar og virkar vel.

Dísaskvísa Sígret-ari

 


Bíllinn minn er komin í lag!!!

Þökk sé bræðrum mínum tveim.  Nú er ég frjáls ferða minn á nýjan leik.  Annað sem ég vil segja og það er að það eru einungis 9 dagar í páskafrí.  Get varla beðið!!!Happy

Dísa Þreytta og lukkunar pamfíll að eiga svona klára og góða bræður.


Komin mars

Ég trúi varla að það sé strax komin mars, rosalega flýgur tíminn.  Ég ætla að reyna að vera í bænum um páskana.  Ætla í nokkur viðtöl hjá Kvennaathvarfinu.  Síðast þegar ég fór fékk ég mikið af lesefni og ég er búin að vera vinna með það. 

Ég sé það í dag hversu "sick" Adem er í raun.  Ég varð ástfangin af manni sem var ekki raunverulegur.  Hann var svo yndislegur til að byrja með.  Hann var góður, næmur, skemmtilegur, ástúðlegur, blíður og allt það sem kona getur óskað sér í einum manni.  Ég man eftir því þegar hann var að tala um sínar fyrrverandi þá hugsaði ég að þær hlytu að vera klikkaðar að hafa gefið þennan æðislega mann upp á bátinn.  Enda talaði hann alltaf þannig eins og þær væru allar klikkaðar, vondar hórur sem höfðu sært hann- hent honum út og ég veit ekki hvað og hvað.  Um leið og ég var orðin yfir mig ástfangin af honum þá breyttist hann smátt og smátt. 

Hann var aldrei ástfanginn af mér-hann var haldin þráhyggju.  Hann talaði alltaf um mig (nánast frá fyrsta degi) sem framtíðar eiginkonu.  Sagði ávallt við mig hluti eins og " Engin kona getur komið í þinn stað- aldrei!!!"  Hann var haldin þráhyggju í sambandi við vissa líkamsparta á mér.  Hann hafði aldrei séð þvílíka fótleggi, þvílíkt bak og rass.  Hann sagðist þekkja mig blindandi úr 100 kvenna hópi því hann elskaði mig svo heitt.  Hann sagðist ekki geta lifað án mín-hann fyndi aldrei hamingjuna án mín.  Hann sagðist deyja ef hann þyrfti að lifa án mín.  Hann vildi að við myndum eignast barn sem allra fyrst þar sem hann hafði veðjað á rangan hest í fyrsta skiptið sem hann eignaðist barn.  Svona rugl.  Hann gaf mér tvisvar trúlofunarhring-en sagði mér nokkrum dögum síðar að ég væri ekki þess virði að bera hringinn hans og tók þá af mér.  Hann sagðist hella yfir mig sýru þannig að ég yrði óþekkjanleg ef ég færi frá honum.  Hann sagðist myrða fjölskyldu mína ef ég hætti með honum.  Þetta er ekki ást - þetta er geðveiki og þráhyggja. 

Þegar ég var að vinna upp á Skólavörðustíg var hann alltaf að koma og tékka á mér.  Þegar ég fór til systur minnar þá var hann að keyra það framhjá til að athuga hvort ég væri þar eða ekki.  Ég var í Rope Yoga (með systur minni)  og hann var stanslaust að hringja í mig á meðan.  Ég var feit í hans augum- en ég mátti samt ekki fara í ræktina því þar gæti ég hitt aðra menn.  Hann var alltaf að ásaka mig um hitt og þetta.  Ég varð að gefa upp öll mín áhugamál s.s leirkerasmíðina, ræktina og fleira því hann var svo sjúklega afbrýðissamur.  Hann braut rúðuna í bílnum mínum-braut og bramlaði allt á heimili mínu...hvað eftir annað.  Sumir gætu haldið að hann bryti og eyðilagði í stjórnleysi en svo var ekki.  Hann braut bara hluti frá mér en snerti aldrei sína- jafnvel þó að þessir hlutir lægju hlið við hlið.  Lögreglan kom nokkrum sinnum heim því nágranninn hringdi þegar hann byrjaði.  Hann tók fötin mín og klippti þau, skar þau í sundur og  henti þeim.  Hann braut mig niður andlega og gekk frá mér líkamlega og kynferðislega og naut sín við það. 

Adem er geðveikur og ég er svo ánægð að vera laus undan honum en  finn jafnfram til með öllum þeim sem þurfa að umgangast hann.  Smá saman finn ég að áhrif hans eru að fjara út og ég fjarlægist þessar minningar og þennan sársauka sem hann olli mér í öll þessi ár.  Að hugsa sér að ég hafi búið við þetta í tæp fjögur ár. 

Í dag vildi ég óska þess að einhver hefði varað mig við honum- sagt mér hvernig hann væri í raun.  Kannski þurfti ég samt að finna það út sjálf-hefði eflaust ekki trúað neinum.  Líf mitt hefur breyst mikið til batnaðar síðan í vor þegar þetta samband tók loks enda.  Ég er ánægð með mitt hlutskipti og ætla bara að njóta þess að vera á lífi og vera til.

í dag gengur mér mjög vel í námi, því sé ég að ég er ekki heimsk eins og Adem sagði ávallt við mig.  Ég á góða vini sem ég get treyst og ég finn að þeir treysta mér- þannig finn ég að fólk fyrirlítur mig ekki eins og Adem sagði alltaf við mig.  Ég veit að ég er ekki ljót og ókurteis því að ég hef annað orðspor á mér hér- og því hafði Adem rangt fyrir sér.  Karlpeningurinn á staðnum er oft að gjóa á mig augunum- fyrst hélt ég að það væri vegna þess að ég væri svo ömurleg- en nú veit ég að svo er ekki- enn og aftur hefur Adem haft rangt fyrir sér.  Það hlýtur að vera sárt að vera svo óöruggur, vondur og með svo mikla minnimáttarkennd að maður þurfi að upphefja sig á kostnað annarra og þurfa að særa alla í kringum sig - alla daga.  Adem mun aldrei lagast og hann mun einungis bera með sér sársauka og ljóta hluti - alveg til æviloka.

Ég er þess vegna svo hamingjusöm í dag og vil bara segja takk til allra þeirra sem hafa staðið við bakið á mér.  Ég veit að það er eflaust erfitt að lesa svona færslur en samkvæmt þeim sem ég hef leitað hjálpar til á ég að ræða þessi mál- segja frá þeim - svo að fólk viti hvers vegna maður er oft í baráttu við sjálfan sig.  Einnig getur það hjálpað fólki að þekkja einkennin þegar að fólk býr við mikið ofbeldi og þannig komið til hjálpar.

Dísaskvísa


Mér til mikillar ánægju

uppgötvaði ég í dag að það eru aðeins 16 dagar í páskafrí.  Ég get varla beðið, líður eins og barni sem bíður jólanna.  Hvað ég ætla að hvíla mig í þessa daga.  Þarf samt að fara í smá skattamaraþon - en hey það er seinni tíma vandamál.  Ég er búin að vera svo lúin undanfarna daga.  Fékk flensu ofan í allt annað-krabbameinslyfin eru ekki að fara vel í mig og í morgun vaknaði ég með frunsu á stærð við Everest.  Það var náttúrulega það eina sem ég átti eftir að óska mér.  Til að bæta dökkgráu ofan á alla hina litina þá er að myndast annað fjall á efri vörinni á mér.  Guð hvað ég verð kyssileg.  Hef því ákveðið að á morgun þegar ég vakna eins og fílamaðurinn þá ætla ég að setja á mig rauðan varalit, setja á mig húfu og brosa allan hringinn.  Ef einhver býður mér góðan daginn með orðunum "Góðan daginn Andrésína önd" þá ætla ég að taka undir kveðjuna af mikilli hamingju og jafnvel kvaka aðeins fyrir viðkomandi.  Við nánari athugun ætti ég kannski að fara í "pushup" haldarann minn svona ef einhver skyldi bjóða mér góðan daginn með orðunum " góðan dag Pamela".  Sé til í fyrramálið -  hvort ég reiti fjaðrir úr sænginni minni til að setja á húfuna eða hvort að ég fari í haldarann góða.  Andrésína eða Pamela.....? hallast frekar að Andrésínu.  Við erum líkari í útliti - ég og Andrésína...og erum líka álíka seinheppnar.

Hafið það gott

Andrésína og Dísaskvísa


Litla glænýja frænkan - með pabba sínum

20080225230308_15

Í dag......

Fæddist lítil frænka.  Hulda, konan hans Denna bróður, átti í dag kl. 15:02.  Stelpan var 3155 gr. og 49 cm.  Bæði Huldu og þeirri nýfæddu heilsast vel.  Nú þarf maður bara að fara að skella sér í heimsókn og skoða skvísuna.  Vil benda ykkur á að nú eiga systkini mín alls 12 börn.  Það er mikið jafnvægi í þessu hjá þeim, en þau eiga sem sagt 6 stelpur og 6 stráka.  Ég er ekkert smá rík því ég á smá í þeim öllum........

Dísa "Megaríkafrænka"


Lífið er eins og bleyja

Ég er í smá krísu - þarf að taka nokkrar stórar ákvarðanir í sambandi við líf mitt og ég þarf helst að taka þessar ákvarðanir í gær.  Þetta eru ákvarðanir sem eru stórar og munu hafa mikil áhrif á líf mitt.  Finnst ekki svo gott þegar ég er sett í svona pressu.  Vildi stundum óska þess að það væri handrit með lífi mínu sem ég gæti kíkt í og séð hvað mér ber að gera næst.

Hvað getur maður sagt - lífið er stundum eins og bleyja-kalt ,blautt og fullt af skít.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband