Þakka Guði fyrir að þeir sluppu ómeiddir!!

Farþeginn í þyrlunni var systursonur minnFrown

Vinkona hans hafði boðið honum upp á þyrluflug í tilefni af 25 ára afmælinu hans.  Sú ferð fór sem sagt svona- en við þökkum Guði fyrir að hafa haldið verndarhendi yfir þeim.  InLoveHeart

Þyrla landhelgisgæslunnar kom og sótti þá á slysstað- ég spurði frænda minn hvort hann hafi ekki bara afþakkað boðið og sagst ætla að labba!!!!Shocking


mbl.is Þyrla nauðlenti við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum að gera þetta í rangri röð folks!!!!!

Smá hugleiðing um lífið ..........

Í næsta lífi langar mig að lifa því "aftur-á-bak". Þá byrja ég dáin og klára það af.

Svo vakna ég upp á elliheimili og líðan mín fer batnandi með hverjum deginum sem líður. Mér verður sparkað þaðan út því ég er of hraust til að vera þar. Ég safna saman lífeyrinum og byrja líf mitt mjög rík.

Ég byrja að vinna og á fyrsta deginum verðlauna þau mig með því að gefa mér gullúr og partý mér til heiðurs. Ég vinn þar í 40 ár eða þangað til ég er nógu ung til að fara að djamma.

Stanslaus partý, drykkja og almennt lauslæti einkennir næsta tímabil hjá mér og þegar því er lokið þá er ég til í að fara í grunnskóla. Þá er ég tilbúin að fara á leikskóla, ég verð barn og leik mér, hef engar áhyggjur af neinu, ber enga ábyrgð og ég verð smátt og smátt að ungabarni þangað til ég fæðist.

 ...og svona í restina þá eyði ég síðustu 9 mánuðunum í að fljóta um í lúxus SPA aðstæðum með herbergisþjónustu o. fl. og svo endar líf mitt á UNAÐSLEGRI FULLNÆGINGU

Svona ætla ég að hafa þetta næst....pottþétt

Kv. Dísa


Heil önn á 10 dögum

Já það er eins gott að spýta í lófana gott fólk.  Nú erum við byrjuð á sumarlotum og tökum heila önn á 10 kennsludögum- lesum tæpar 700 bls í þessu fagi sem ég er í núna, sem er skaðabótaréttur, og höfum til þess 16 daga- þetta er fyrir utan alla verkefnavinnu.  Síðan er okkur skellt í lokapróf, sem sagt nóg að gera - enda er það bara gaman.Grin

Ég ætla nú samt að leyfa mér að sofa út á morgun og eyða seinnihlutanum á bókarsafninu með bókina og lesa.  Það er nefnilega próf á mánudag.  Nóg að gerast framundan, er að fara í tvö afmælispartý um helgina og hlakka til þess.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.

Hafið það gott kæru bloggvinir og aðrir sem lesa án þess að kvitta.

Dísaskvísan


Bjartir tímar

Ég elska vorið - ég elska sumarið - ég elska birtuna og góða veðrið.  Ég finn af ég er miklu léttari og á mun auðveldara með allt, eftir að það fór að birta.  Nú vaknar maður í björtu og það er bjart fram eftir öllu.  Yndislegt.

Ný önn hefst á morgun, ég hef eytt hluta af helginni í að lesa, skoða glærur, verkefni og í að plana önnina.  Síðan hef ég bara slappað af- fór meira að segja í heitu pottana í morgun.  

Ég hef gefið sjálfri mér það loforð að fara standa við allt það sem ég hef ætlað að gera fyrir sjálfa mig en ekki látið verða að.  Dæmi um þetta er eftirfarandi:

Huga betur að heilsunni

Standa við gefin loforð ( sem ég hef gefið sjálfri mér)

Læra að meta sjálfa mig að verðleikum

Hætta að láta mig alltaf sitja á hakanum

Hætta meðvirkninni sem ég er svo dugleg í að viðhalda

Nýta sumarið í frábæra hluti

Prufa eitthvað nýtt í hverjum mánuði - Af nógu er að taka- sem dæmi má nefna

Ganga á Esjuna

Ganga á Grábrók

Fara upp að Glym

Ganga Löngufjörur

Læra köfun

Læra meira í leirkerasmíðinni hjá henni Steinku minni

Þetta er sem sagt planið fyrir næstu vikur og eins og sjá má ætla ég sem sagt bara að njóta þess að vera til í allt sumar.  Ég ætla að taka líf mitt föstum tökum og njóta þess.  Ég ætla að eyða góðum tíma í sumarbústaðnum með vinum og vandamönnum í sumar- en fyrst og fremst ætla ég að standa með sjálfri mér.  Ég er hætt að flýja- nú ætla ég að snúa mér við og horfast í augu við það sem ég óttast og allt það sem mér þykir erfitt að standa frammi fyrir. Þetta er áskorun á sjálfa mig!!

Ég get varla beðið!!

TIL ATLÖGU-DÍSA!!!!!!

 


Toppbyrjun á sumri

Málsvörn er lokið og ég er svo ánægð með sjálfa mig. 

Í dag tók ég stórt skref fram á við, í minni framför til betra lífs.  Ég BAUÐST til þess að halda annan hlutann af kynningaræðunni okkar í málsvörninni.  Það voru um það bil 25 manns í salnum, ég stóð upp og hélt sem sagt þessa ræðu.  Allir hrósuðu mér fyrir að hafa verið pollköld, róleg, yfirveguð, skýrmælt og að ég hafi gert þetta vel.  Að auki bauðst ég til þess að fara með þakkirnar í lok málsvarnar þannig að ég tók tvo skref fram á við í raun hehe.

Málsvörnin var sem sagt í dag kl 14:00.  Við mættum öll uppábúin og fín, til í slaginn.  Við biðum eftir að sjá hverjir yrðu yfirsetukennarar okkar, vorum búin að spæja svolítið Police og vorum nokkuð viss um að við fengjum forseta lagadeilda og annan kennara til.  Það var því nokkuð áfall á að sjá sjálfan Sigurð Líndal lagaprófessor og einn helsta fræðimann á sviði lögfræði sem Ísland hefur alið af sér ganga í salinnErrm.  Held að mér sé óhætt að segja að salurinn lýstist þó nokkuð upp þar sem liturinn rann úr andliti hvers meðlims hópsins.  Hjartað mitt nánast stoppaði og ég fann hvernig hnúturinn í maganum stækkaði um allan helming.  Spurningin var hvort við myndum verða "grilluð eða djúpsteikt"!!!  Við fengum kosti og galla á verkefninu upplesna í heyrandi hljóði - síðan fengum við sex spurningar frá kennurum.  Við fengum 15 mínútna hlé til að undirbúa svör okkar, sem við síðan tókum til við að svara af eins mikilli nákvæmni og okkur var mögulegt.  Fengum síðan 7 spurningar frá viðveruhóp sem okkur tókst að svara ágætlega.  Þar með var málsvörninni lokið og við fengum góða umsögn og einkunnina 8 sem er bara mjög gott.  Ég er ánægð með þetta.

Ætla að nota helgina til að slappa af og eiga smá tíma með sjálfri mér- þarf að vísu að lesa tæpar 200 bls í skaðabótarétti fyrir mánudagsmorgun þar sem að ný önn hefst þá.  Í kvöld ætla ég hins vegar að gera ekki neitt, vera bara með tærnar upp í loft og puttana á fjarstýringunni.  Keypti mér fullt af góðgæti til að gæða mér á í kvöld!!! 

Getur lífið orðið betra?

Kveðja

Dísa í orlofi

 


Skoðanir á hlutunum- held ekki!

Ég hef verið að vinna með 5 yndislegum manneskjum í misserisverkefni.  Skýrslan hefur litið dagsins ljós og er held ég fín.  Við eigum að verja hana á föstudag.  Vörnin fer þannig fram að við höldum framsögu um skýrsluna í 25 mínútur, fáum 5-8 spurningar frá kennurum, tökum hlé í 15 mínútur meðan við undirbúum okkur og síðan hefst eins og hálfs tíma yfirheyrsla.  Auðvitað þurfa allir að misserismeðlimir að taka þátt og ég er þar engin undantekning.......nema hvað þá er ég náttúrulega mjööög kvíðin fyrir þetta.

Ég veit að þetta hljómar skrýtið, ég á bara svo erfitt með að standa upp og tala fyrir framan fólk. Það skiptir engu hvort það séu 2 eða 300 aðilar - ég bara kem engu frá mér í svona aðstæðum.  Hópurinn sem ég er að vinna með samanstendur mest megnist af ungu fólki- kláru fólki - sem veit hvað það er að gera og hvað það vill.  Eðlilega skilja þau ekki þessa meinloku mína. 

Þau spyrja mig spurninga eins og "Hvað er að þér?" eða "Hvar er sjálfstraustið og trúin á sjálfri þér?"

Hvað getur maður sagt þessu unga fólki?

- Sjálfstraustið - já það var lamið úr mér, Brotið- fjarlægt- eyðilagt með ljótum  grimmum orðum og sterkum hnefa.  Það var brotið þar til ekkert var eftir nema tómið.  Skoðanir mínar gróf ég svo djúp að enn hef ég ekki skoðanir á hlutunum- jú vissulega hef ég einhverjar skoðanir djúp innra með mér- en að þessar skoðanir fái að líta dagsins ljós- svo aldeilis ekki- aldrei, er ekki viss um að ég geti tekið afleiðingunum.  Tilfinningar mínar- þær eru mínar og eingöngu mínar- ég læt þær ekki í ljós.  Og það að ég eigi að standa fyrir framan fólk......ég sem get ekkert gert rétt, ég sem ekkert get sagt rétt, ég þessi ljóta, vonda, heimska, feita ömurlega manneskja- á ég svo að standa upp og tala fyrir framan hóp af fólki.....einmitt

Auðvitað segi ég þessu unga fólki ekki neitt- yppti bara öxlum og brosi og segi eitthvað á þessa leið

"Ég veit ekki hvað er að mér- ég bara verð svona stressuð og er bara að reyna að taka á því"

Innra með mér er ég hins vegar döpur.  Ég þarfnast þess svo að komast yfir þetta- byggja upp sjálfstraust mitt.  Líf mitt lék í höndunum á mér hér áður fyrr- ég tók ákvarðanir, stóð við þær og framkvæmdi.  Núna er ég á flótta- á flótta undan sjálfri mér.  Á flótta því ég er tóm- flótta undan því að taka ákvarðanir- ég veit að ég get ekki staðið við ákvarðanirnar og því er betra að flýja.

Ég verð að finna leið til að trúa- trúa á sjálfa mig- ég verð að finna leið frá þessu niðurrifi.  Undarlegt að ég hafi haldið áfram þessu niðurrifi sem Hr. Hnefi byrjaði á.  Hann var óspar á niðurrifið- en þegar hann fór út úr myndinni þá hélt ég hinsvegar bara áfram.

Ég er svo týnd- þekki ekki sjálfa mig.  Stundum finnst mér glitta í mig innan undir grímunni, brynjunni og þá fyllist ég von.  Auðvitað á ég eftir að koma vel undan þessu- þarf bara tíma, kjark til að þora að koma út og vera ég sjálf.  Þora að vera ég sjálf, með mínar skoðanir, með mínar langanir, með mínar þarfir og þar frameftir götunum.  Það verður minn stærsti sigur.

Æ-i þetta er bara einn af þessum dögum- þar sem ég er döpur- ein með hugsunum mínum.  Ánægð yfir því að vera ein - því það þýðir að ég er lifandi- og þarf ekki lengur að óttast um líf mitt og limi.

Kærleikskveðja

Dísaskvísa


Uppskerutíminn

Jæja þá eru einkunnir komnar í hús.  Ég náði öllum fögunum, ekkert smá ánægðLoLTounge

Ég var með fínar einkunnir í bæði almennri lögfæði og svo í kröfurétti- fékk meira að segja sérstakt hrós frá kennaranum- ferlega gaman.  Mér gekk hins vegar ekki eins vel í skattaréttinum, svona eins og ég bjóst við, en náði þó með aðra einkunn.  Ég má víst prísa mig sæla þar sem að ég hef heyrt að það hafi verið 40% fall í faginu.  Það er alltaf ánægjulegt þegar vel gengur.

Nú er það bara misserisvarnir og viðvera- síðan hefst stríðið á nýjan leik og klárast ekki fyrr en 28. júní. Bara gaman að þessu.  Ætla að fara og njóta dagsins , njóta þess að vera til og hafa það gaman.

Kærleikskveðjur á ykkur öll

Dísa


Mikil spenna í gangi!!!

Jæja þá er búið að gera eitt stykki misserisverkefni- búið að prenta það út á fínan pappír, setja forsíðu, plasta og gorma.  Búið að skrifa undir staðfestingu og nú á bara eftir að skila þessu inn á skrifstofu í fyrramálið.

Klukkan 12 á hádegi verður svo opnað fyrir einkunnir og svo er prófsýning.  Það er ekki laust við að maður sé orðin svona frekar spenntur/kvíðin/dauðhræddur/kærulaus/ánægður/dapur....æ-i þið vitið allur tilfinningaskalinn!!!!

Á miðvikudag situr hópurinn minn svo í viðveru yfir öðru hóp-síðan er málsvörn hjá okkur á föstudag.  Sem betur fer erum við síðasti hópurinn þannig að vonandi verða sem fæstir að horfa á.  Ég er strax byrjuð að skjálfa bara við tilhugsunina að þurfa að standa upp og tala.  Æði- heppin ég!!!  Síðan er þetta allt svona formlegt- maður þarf að mæta í sínu fínasta pússi- maður þarf að ávarpa fundarstjóra og biðja um orðið og svona- eins og ég segi formlegt.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra- ætlaði bara að deila þessu með ykkur- læt vita á morgun hvernig gekk.

Hafið það gott kæru bloggvinir og aðrir sem detta hér inn

Dísaskvísa tilfinningaskali


Þetta á við um mig!

Eru þeir að fjalla um mig í þessari grein- það mætti halda það.  Það er alveg skelfilegt að vera haldin svona miklum kvíða.  Fólk sem er með góða meðaleinkunn úr verkefnum og hefur mjög góð tök á efninu verður eins og heilalausar hænur í prófunum og því er árangurinn ekki eins og hann ætti að vera.  Hrikalegt.  Þar fyrir utan þá er maður gjörsamlega búin andlega og líkamlega eftir þessar tarnir.

Hafið það gott í dag

Dísaskvísa prófkvíðna.


mbl.is Þjáð af prófkvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær helgi

Ég er búin að eiga þessa líka fínu helgi.  Ein þeim betri í mjööög langan tíma.  Fór í bæinn- dvaldi hjá Lindu vinkonu.  Hún tekur alltaf svo vel á móti manni.  Þessa helgi hef ég hitt svo mikið af fólki sem ég hef bara ekki hitt í rosalega langan tíma.  Arna kíkti á Lindu um helgina og ég var svo heppin að vera stödd þar á sama tíma og fékk því tækifæri á að hitta hana líka.  Gulla kíkti á mig á laugardaginn- færði mér rós í tilefni dagsins- rosalega sæt í sér.  Ég hafði ekki séð Gullu síðan ég man ekki hvenær. 

Laugardagskvöldinu eyddi ég með Þórdísi systir- já ég sagði með Þórdísi systir- meira að segja heima hjá Þórdísi.  Ástæðan er einföld- hún er viss um að konan hans Adem sé flutt úr götunni þannig að nú aftur heimsótt systur mína án þess að eiga hættu á að hitta Hitler 2 eða eiga hættu á að vera ásökuð um að vera að "stalka" fólk sem ég veit akkúrat ekkert um.  Vonum að þetta sé rétt hjá henni Þórdísi.  Vorum sem sagt hjá henni í Bröttukinn, nutum þess að borða saman margréttaðan kvöldverð.  Þeir sem voru þarna samankomnir var öll fjölskyldan hennar Þórdísar, Hafdís frænka, Chris, Matt, Susan og ég.  Það var svo dásamlegt að sitja þarna í rólegheitunum og í afslöppun- spiluðum til að verða 3 um nóttina en þá var drifið sig í ból.  Yndislegt kvöld.

Í morgun vaknaði ég frekar illa haldin í skrokknum.  Fékk símtal þar sem Denni bróðir og Hulda konan hans buðu mér og Þórdísi í svona Brunch.  Það var æðisleg stund, svoooo langt síðan ég hef haft tíma í svona.  Fór svo í smá verslunarleiðangur með Hafdísi frænku. 

Þessi helgi verður mér mjög minnisstæð þar sem ég hef ekki getað leyft mér að eyða svona stundum með fjölskyldu eða vinum í nokkuð langan tíma.  Ég verð eiginlega alveg klökk þegar ég sé og finn hversu góða ég á að og að þessir aðilar skuli leggja sig fram til að gleðja mann.  Takk öll- takk Þórdís, Denni, Mamma, Hafdís, Þórhildur og Linda og allir aðrir sem eru hluti af lífi mínu.

Öll næsta vika fer í að vinna misserisverkefnið okkar, við eigum sem sagt að skila á mánudaginn eftir viku- skil eru kl. 12 á hádegi en á sama tíma fáum við einkunnirnar úr prófunum- OMG hvað mér kvíður mikið fyrir, en jæja- ég reyndi mitt besta og betur getur maður víst ekki gert og hananú sagði hænan þegar hún lagðist á fjandans bakið.

Eigið góða nótt kæru bloggvinir og aðrir innlitsgestir.

Dísaskvísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband