Minn á afmæli í dag

JÁ Dísin á afmæli í dag- er orðin 35 ára hvorki meira né minna.  Ég trúi því að maður eigi alltaf að prufa eitthvað nýtt á afmælisdaginn sinn.  Ég hef gert allskyns hluti á þessum degi-alltaf eitthvað nýtt.  Þó að námslánin dugi skammt þá ákvað ég að láta það ekki stoppa mig í upplifelsinu og ákvað því að borða morgumatinn minn við eldavélina en ekki eldhúsborðið og svo ætla ég að láta draga drulludrossíuna mína í bæinn seinnipartinn svo hún geti fari undir læknishendur- gaman!!! 

Ég mætti hljóðlega í skólann- ætlaði ekki að láta á neinu að bera en þá beið mín kaffi, meðlæti og gjöf á borðinu mínu!!!! Anna skvís hafði sem sagt ekki gleymt þessu og gerðist svona sæt.  Við stöllurnar ákváðum að taka okkur frí í tilefni dagsins.......- jæja ok-  kannski ekki eingöngu í tilefni dagsins heldur er hún Anna að fara í bæinn að sækja kærastann sinn sem er að koma frá Egilstöðum.  Við ætlum eins og fyrr segir að nota tækifærið og fara með bílinn minn  Ætla að vera hjá Lindu og hafa það gaman.  Hlakka mikið til að geta kjaftað við hana og hlegið þar til við getum ekki meir.  Hummmm......kannski að ég ætti að biðja hana um að koma með mér til útlanda- getum rölt Laugaveginn og talað útlensku og þóst vera til dæmis í .....Amsterdam ....Köben eða London.  Við höfum stundum gert þetta og þetta svínvirkar- maður kemur heim alveg endurnærður eins og maður hafi verið í útlöndum í alvörunni.- Ógeðslega gaman....og ódýrara.  Maður er heldur betur orðin hagsýnn á að lifa af námslánum he he he!!

Jæja njótið dagsins og helgarinnar- ég veit að ég ætla að gera það!!!

Dísaskvísa hagsýni útlandafarinn!!!


Æ-i ég er svo ánægð!

Vinur minn hann Chris er komin aftur til landsins en hann hefur verið bæði út í USA og Thailandi.  Ég er búin að sakna hans óskaplega og varð voðalega glöð þegar ég heyrði í honum í dag.  Það var svo gott í honum hljóðið- hlakka til þegar ég fæ tækifæri til að hitta hann, vonandi sem fyrst.  Ferðin hans hefur verið þvílíkt ævintýri og það verður gaman að fá söguna beint í æð en hann er einn sá besti sögumaður sem ég hef hitt.  Hann glæðir sögunum svo miklu lífi og lýsir öllu svo vel að það liggur við að maður finni lyktina og bragðið af matnum, fái ofbirtu í augun af ljósunum og heyri hvert hljóð með sínum eigin eyrum.  Bara æðislegt- enda trúi ég því að Chris sé af öðrum heimi...hann er svo spes, góður og fallegur

Hlakka til að hitta hann og alla aðra vini mína sem ég hef ekki haft tækifæri á að hitta í mjööög langan tíma.

Dísaskvísa

 


Lífið er algjört missó!

Þessa dagana er ég að vinna misserisverkefni.  Við verðum í því til 21. apríl en þá eigum við að skila þeim (og við fáum einkunnirnar úr prófunum!!!!).  Síðan taka við málsvarnir.  Þetta er skemmtilegur tími þar sem skólalífið umbreytist algjörlega.  Hver hópur hefur sína aðstöðu- sumir hópar eru komnir með hægindastóla, kaffikönnur og blóm í sínar aðstöður.  Þarna hírist fólk næstu vikurnar.  Ég er í mjög fínum hóp, krakkarnir eru rosalega klárir og duglegir. Við eigum eftir að rúlla þessu upp.  Ég var einmitt að pakka niður fyrir morgundaginn- ætla að taka með mér 6 bolla og fínu kaffikönnuna mína og setja upp í aðstöðunni okkar.  Reyna að hafa þetta svolítið heimilislegt hjá okkur.

Það var hringt í mig í dag- gigtarlæknirinn minn er veikur og tímanum mínum frestað um óákveðin tíma- þau munu hafa samband við mig til að setja niður nýjan tíma.......URRRRRGGGG- Ég sem var orðin svo spennt að fara á morgun og ræða við læknirinn.  Svona er lífið- minn tími mun samt koma.  Vona að það verði samt sem fyrst þar sem ég er búin að vera verulega slæm síðustu vikurnar og þarf virkilega að fara að fá breytingu á því.  Þessu fylgir líka svo mikil þreyta- ég dregst áfram á einhverju sem ég veit ekki hvað er eða hvaðan það kemur. 

Nóg í bili- ég ætla að fara að kúra mig og lesa smá í bókinni sem ég fékk í jólagjöf og hef ekki enn haft tíma til að lesa.  Ég ætla svo á morgun að ákveða hvernig ég ætla að haga helginni.  Mig langar að gera eitthvað en veit bara ekki alveg hvað.  Kemur í ljós á morgun eða svo. Hafið það gott kæru vinir.

Dísa "in missó


Ég strumpaðist.....

til að taka þetta strumpapróf og hvað haldið þið að það hafið strumpast út úr því????

Ég er listastrumpur!!!

painter_smurf

Ég hélt að ég yrði letistrumpur því það væri eitthvað sem ætti við mitt strumpalíf.  Ég nenni ekki að vera alltaf að strumpast eitthvað.

Dísa strumpur


Einn góður.....

There was this couple that had been married for 20 years. Every time they made love the husband always insisted on shutting off the light.


Well, after 20 years the wife felt this was ridiculous. She figured- she would break him out of this crazy habit.  So one night, while they were in the middle of a wild, screaming, romantic session, she turned on the lights.  She looked down... and saw her husband was holding a battery-operated leisure device... A VIBRATOR! Soft, wonderful and MUCH larger than a real one.

She went completely ballistic. "You impotent bastard" She screamed at him, "how could you be lying to me all of these years?  You better explain yourself!"

 The husband looks her straight in the eyes and says calmly- "I'll explain the toy alright. . . But you......You have to explain the KIDS."

Bawhahaha

ÉG dó næstum því- búin að frussa yfir nýja skjáinn minn hvað eftir annað hehe

Eigið gott laugardagskvöld- gangið hægt um gleðinnar dyr!

Dísaskvísa


Gigtin er að drepa mig!!

Ég er eiginlega enn að melta það að ég sé búin í prófunum.  Fór í bæinn í dag og fékk lánaðan bíl svo ég komist leiðar minna næstu daga.  Bílinn minn er bilaður aftur og ég hreinlega veit ekki hvenær ég kemst í að láta laga hann- en það verður vonandi sem fyrst.

Ég er eitthvað svo meyr þessa dagana, er að reyna berjast áfram á hnefunum - en mest langar mig bara að skæla.  Sitja bara og skæla þar til ég get ekki skælt meira.  Ég hef enga ástæðu til að vera döpur en ég er það samt.  Veit samt ekki alveg hvort það sé dapurleiki sem er að hrjá mig eða hvort að ég sé bara þreytt.  Ég er eitthvað lítil í hjartanu.

Ég er að fara til gigtarlæknisins míns þann 10, ég ætla að ræða við hana um þessi lyf sem ég er á.  Ég hef verið að taka krabbameinslyf og stera síðan í desember 2006.  Í fyrstu fannst mér þetta hjálpa mér - og það gerði það.  Smá saman hættu lyfin að virka eins og þau höfðu gert- eða að sjúkdómurinn ágerðist- og mér fór að versna aftur smám saman.  Í dag fæ ég einn og einn góðan dag inn á milli.  Síðast man ég eftir góðum degi í janúar.  Hina dagana er ég misslæm- alla daga er mér mjög illt- finn til frá tá upp í háls við minnstu hreyfingu- haltra um eins og hringjarinn frá Notradam.  Suma daga- þá er ég að drepast.  Þá ligg ég í rúminu og kemst ekki hjálparlaust á klósett- geng við staf, reyni að drekka sem minnst svo að ég þurfi sjaldnar að fara á klósett.  Ef einhver mundi bjóða mér það að svæfa mig eins og hin dýrin þá mundi ég þiggja það með þökkum á slíkum dögum..  Ég mæti samt alltaf í skólann- misvel upplögð þó hehe. 

Ég finn að ég er að missa hreyfigetuna - ég á orðið erfitt með að opna krukkur, hneppa tölum, keyra beinskiptan bíl og svona gæti ég talið áfram.

Ég og læknirinn minn- sem er frábær- reyndum að fá undanþágu til að fara á sprautulyf sem ég sprauta mig sjálf með á 2 vikna fresti.  Þetta eru dýr lyf- ég veit það.  Landlæknisembættið synjaði beiðni minni- ég er ekki búin að vera nógu lengi á hinum lyfjunum-  þau gætu farið að virka!!!!

Af sterunum fæ ég allskyns aukaverkanir og af krabbameinslyfjunum- úffff- þær nætur sem ég tek þau þá vakna ég næsta dag eins og undin tuska- dauðþreytt og illt allsstaðar- meira að segja í blóðinu líka.

Ég ætla að biðja læknirinn minn að reyna við þessa undanþágu aftur- ef ég fæ synjun aftur þá ætla ég að hætta á hinum lyfjunum og reyna að fara óhefðbundnar leiðir ( sem ég hef verið að gera með þessum lyfjum sem ég er á núna).  Satt best að segja þá sé ég ekki tilganginn með því að gúffa í sig þessum sterku lyfjum sem eyðileggja hitt og þetta í skrokknum - ef ég er ekki að fá meira út úr þeim en einn góðan dag á 4 mánaða fresti.  Ég er þreytt.

Ég á bráðum afmæli- Þetta verður afmælisgjöfin til mín frá mér.

Hafið það gott bloggvinir mínir og aðrir sem koma hérna við,

Dísaskvísa


YYEEESSSS!!!!!!!

Prófin eru búin!!!LoLW00tWizardCoolToungeGrinSleeping

Ég er búin!!!! á því - það er að segja

Síðasta törnin var í dag og Ó MÆ GOD - ég hélt að heilinn á mér myndi ekki meika þetta 5 tíma próf.  Þetta var eins og að vera í sögunni endalausu.....En hey, ég er búin!!!!.  Eftir helgi byrjar svo missóið- mæting kl 9 á mánudagsmorgun- en hey- ég er búin!!!!!  Í kvöld ætla ég að spranga um á náttfötum og gera ekkert-  hey - ég má því ég er búin!!!!

Ætla ekki að blogga meira- heldur bara svífa frá tölvunni og gera ekkert því - hey- ég er búin!!!!

Dísa - hey búna!!!!!


Munnlega prófið búið.....

Guð minn góður!

Hvernig er hægt að vera svona bilaður..... ég fór sem sagt yfir um í prófinu.  Byrjaði á því að ég dró og fór svo inn á snyrtingu og ældi.  Kom inn byrjaði að svitna, stama og mundi ekki baun.  Horfi á kennarann minn og yfirsetumanninn, eins og ég ætti frekar að vera vistuð á Kópavogshæli en ekki að vera taka próf í skattarétti.  Stamaði og ofandaði, ruggaði mér í stólnum í einhverjar 10 mínútur á meðan þau spurðu mig út úr.  Þegar kennarinn bað um úrskurði og dómafordæmi þá sagði ég bara við hana að ég mundi ekki eftir einum einasta  dóm eða úrskurði.  Bara ekki neinum!!!!!Halló ég er í lögfræði- við lesum dóma alla daga.  Hún sagði bara " nei- nei allt í lagi vina- þú ert búin í dag"  Ég stóð upp- þurfti að nánast skríða fram því það leið næstum yfir mig- inn á snyrtingu aftur og ældi.  Kennarinn sagði samt að mér hafi gengið vel!!!!!!

Nú er skriflega prófið eftir- ætla bara að vera dugleg að læra í kvöld og fyrramálið þar sem að prófið er eftir hádegi á morgun.  Klukkan hálf sex á morgun þá er ég búin í prófum fyrir þessa önn- get varla beðið eftir að sú stund renni upp.  Þetta er búið að vera erfið törn- erfið vika en maður á eftir að uppskera ríkulega einn daginn....vona ég.

Takk fyrir stuðningskveðjurnar- yndislegt að sjá hversu marga góða maður á að!

Dísa prófkona......eða þannig


1. apríl

Denni bróðir á afmæli í dag- kallinn er orðin fertugur heheTounge.  Hringdi í hann kl 7:10 í morgun- þá gat ég ekki setið á mér lengur ég var nefnilega að spá í að bjalla í hann þegar ég fór á fætur kl 5 í morgun til að hita upp fyrir kröfuréttarprófið en ég gat hagað mér!!!!  Var svo að hugsa um að syngja fyrir hann afmælissönginn - svona á innsoginu með tilheyrandi óhljóðum en sleppti því- vildi ekki eyðileggja fyrir honum daginn.

Prófið gekk ágætlega- var að vísu rosalega langt en það hafðist.... held ég.

Svo er það munnlega skattaprófið á morgun.  Ég er svo kvíðin að það er ekki eðlilegt.  Fór og talaði við námsráðgjafann hér til að fá einhverjar ráðleggingar.  Gott að tala við hana.  Ég er ekki að djóka- ég er nánast tilbúin til að gera hvað sem er - bara til að sleppa við þetta munnlega próf.  Ég á svo erfitt með að standa fyrir framan fólk og tala.  Ég fer bara að ofanda, fer að svitna, stama, skjálfa og svo bulla ég bara.........svona ef ég kem einhverju frá mér, en það gerist bara ekki alltaf- finnst eins og það sé að líða yfir mig- sé díla og allt.  Búin að hugsa um það í allan dag hvernig ég kemst hjá því að fara í prófið, vakna ábyggilega á morgun með .....slitin raddbönd (vona að það sé til) eða eitthvað álíka því ég hef "sígretað" það til mín!!!!!!!  Síðan kem ég engu verk þegar ég er svona stressuð- meika ekki að sitja og þylja þessar 60 bls upp sem ég er búin að skrifa í glósur fyrir prófið.  Ég er því eins og hauslaus hæna sem veit ekkert í hvaða átt hún er að fara.  Kræstur sko- hvernig er þetta hægt.  Þá er nú skömminni skárra að vera í skriflegu prófi þar sem þú getur bara setið og nagað á þér puttana á meðan þú pælir í spurningunum og dettur eitthvað snjallræði í hug.  Verra þegar fólk starir á þig og bíður eftir því að þú svarir eða klikkir á því.  Shit..... ég á eftir að skíta á mig í þessu prófiCrying

Svo fer ég í 5 tíma skriflegt skattapróf á fimmtudag- í dag kvíðir mér ekki svo mikið fyrir því þar sem ég er hálf lömuð af ótta við hið munnlega próf.  Það á eftir að breytast þegar ég er búin í því- þá fer mér að kvíða fyrir þessu skriflega.  Vitið þið til- annað kvöld á ég ábyggilega eftir að skrifa færslu um það hversu mikið mér kvíður fyrir því.  Hvað mig hlakkar til þegar vikan er búin!!!

Plís - sendið mér styrk- ekki veitir mér af!!

Dísaskvísa - sem er um það bil að fara yfir um !!


Fyrsta prófinu lokið

Var að klára fyrsta prófið sem var í almennri lögfræði II.  Það gekk bara ótrúlega vel.  Miklu betur en ég átti von á- segi þetta alveg þar til að ég fæ einkunn - ef ég fæ einkunn þar sem ég gæti alveg eins verið skítfallin hehe Tounge.  Annars er ég með ágæta meðaleinkunn úr verkefnum eða um 8,5 þannig að ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu prófi. 

Á morgun er svo próf í Kröfurétti, þar er ég með 8 í meðaleinkunn- sem er þolanlegt, hef samt ekki verið að einbeita mér nóg að honum- finn að ég gæti staðið betur.  Mér finnst bara kröfuréttur frekar leiðinlegt fag.  Verð að sitja í allan dag og allt kvöld- framá nótt og æfa mig.  Vakna svo kl 5 í fyrramálið og held áfram og hita mig upp fyrir prófið- snillinn ég heheHalo

Miðvikudag fer ég í munnlegt próf í Skattarétti og ég er ekki lítið kvíðin.  Er að spá í að taka með mér fötu inn í prófið því ég er hreinlega mest hrædd um að gubba á kennarann af kvíðaSick.  Fimmtudagur þá fer í í 4 tíma skriflegt Skattapróf- kvíður líka hræðilega fyrir því.  Svo er ég búin InLove

Annars var ég að klára skattaskýrsluna- var ekki viss um eitt atriði í sambandi við hlutabréf og hringdi í skattaaðstoðina.  Hitti þar á voðalega indælan kall.  Ég reyndi án afláts að fá hjá honum MSN-ið hans svo ég gæti verið í bandi við hann þegar ég væri í prófinu.  Hann var ekki alveg til í það og óskaði mér bara góðs gengis heheFrown.  Skil ekkert í manninum- hann hló bara upp í opið geðið á mér- en mér var ekki skemmt, mér var háalvara.  Spurði hann hvort þetta væri ekki skattaaðstoð?!!!!!!  Hvenær þarf maður skattaaðstoð ef það er ekki í skattaprófi!?

Eftir helgina þá byrjar misserisverkefni- en ég er í rosalega fínum hóp og við ætlum að fjalla um skemmtilegt viðfangsefni sem verður opinberað aðeins seinna.

Þá hafið þið það og vitið hvers vegna ég er ekki svo dugleg við bloggið þessa dagana- verð duglegri (vonandi) eftir helgina.

Kærleikskveðja til ykkar

Dísaskvísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband