21.10.2009 | 00:16
Á lífi....
Jú ég er á lífi og á fullu meira að segja
Ég er útskrifuð- get nú titlað mig sem viðskiptalögfræðing ÚJE! En ég er jafnframt byrjuð í meistaranámi í lögfræði. Þetta eru mikil viðbrigði og ég vona að ég eigi eftir að standa mig í þessu námi.
Ég fór til Marakó í sumar og það var svo ótrúleg upplifun að ég á varla til orð til að lýsa þessu öllu. Að vísu missti ég af útskriftinni minni þar sem Icelandexpress kanselaði fluginu mínu heim, en það var allt í lagi- móðir mín hélt svo frábæra veislu fyrir mig að það skipti engu þó ég hafi misst af formlegheitunum hehe! Síðan fór ég í óvænta ferð til Danmerkur, en systir mín var að flytja þangað. Ég og móðir mín fluttum bílinn hennar með Norrænu og það var bara skemmtileg að fara í svona road trip með mömmu minni. Stoppuðum í Færeyjum í hálfan dag og það var bara snilld. Heilsan er bara nokkuð góð og ökklinn...hann er alveg að gefast upp- ég skal hafa vinninginn
Ég bý enn í sveitinni- hef það gott hér, ein í kotinu mínu- hef samt verið að spá hvort ég eigi að flytja í borg óttans eftir áramót þar sem ég er mjög lítið í skólanum. Veit samt ekki hvort að ég tími því þar sem mér líður svo vel hér.....kemur í ljós. Ég var að skrifa BS ritgerð í allt sumar og var rosalega þreytt þegar ég byrjaði í skólanum í haust- en ég held að ég sé loks að rífa mig upp úr því vei- vei.
Verð að setja inn myndir frá Marakó ferðinni minni frábæru og vona að ég hætti að vera svona löt við að blogga.
Dísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2009 | 10:14
Hvað er í gangi?
Jiminn- ég er haldinn bloggleti af hæðstu gráðu- ég hef bara varla nennt að skrifa neitt...og það á ekki eingöngu við um blogg því að ég er enn ekki byrjuð á BS ritgerð minni
Sumarönnin hefir gengið frábærlega, er búin að vera með 9 og 8,5 í þeim prófum sem ég hef verið að taka og það finnst mér skemmtilegt. Ég á hins vegar eftir eitt próf sem ég er ekki bjartsýn með .....og svo er það náttla ritgerðin urrrrg
Ég veit samt að ég á eftir að massa þessa ritgerð þegar að ég drullast að byrja.
Skólinn klárast eftir rúma viku og ég get varla beðið - fá smá pásu frá þessum skóla- ekki að þetta sé ekki skemmtilegt nám....er bara orðin smá þreytt.
Heilsan er öll að koma til, ökklinn góði er ekki svo góður en hann mun láta undan. Ég varð tveggja ára um daginn og ég elska það að vera á lífi og vera á þeim stað sem ég er á.
Svo er það stóru fréttirnar- ég er búin að fá inngöngu í meistaranámið hér og byrja 7. sept en útskrift mín vegna BS er tveimur dögum fyrr....það er að segja ef ég klára ritgerðina múhahaha!!!
Verð að spýta í lófana og byrja á þessu- óskið mér góðs gengis !!
Dísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2009 | 01:15
Ekkert að gerast á þessari síðu
Langt síðan ég hef bloggað!
Sumarönnin er byrjuð, kláraði vorönnina vel og minn hópur var einn af þeim sem fékk hæðstu einkunn í lagadeildinni fyrir misserisverkefnið okkar. Gaman þegar að svona vel gengur. Nú á ég 3 fög eftir en þau mun ég klára á næstu 8 vikum og þá er ritgerðin mín eftir og ef þetta gengur allt eftir þá er ég búin með BS námið. Þá getur maður víst titlað sig sem viðskiptalögfræðing. Ég er hinsvegar búin að sækja um í meistaranámið í haust og er að bíða eftir að fá svar með það. Ég krossa fingur!!! Ef ég fæ inngöngu þá mun það taka um 2 ár en þá er ég komin með embættispróf í lögfræði með sérhæfingu á viðskipti. Ekki að viðskiptin heilli mig- síður en svo, ég vil vinna sem lögfræðingur í annarskonar málum! Það er alveg ljóst!
Mig hlakkar til að komast í sumarfrí og geta hugsað um annað en skólann. Flyt í mína heimasveit og get varla beðið!! Fyndið að finna fyrir slíkum tilfinningum þegar ég gat aldrei beðið eftir að komast þaðan þegar ég bjó þar sem unglingur!
Heilsan er öll að koma til og ég er svo ánægð að hafa fengið annað tækifæri. Ég er smá saman að taka mig á í ýmsum málum, svo sem hreyfingu og matarræði. Þetta gengur allt vel og ég finn mjög mikin mun á mér.
Ég er ánægð með lífið- enda verð ég tveggja ára innan fárra daga! Getur maður beðið um meira? Held ekki!!!
Kveðja Dísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2009 | 23:30
Það er vor í loftinu!
Síðustu 3 daga hefur verið vor í loftinu...ég elska það. Ég hef ákveðið að reyna að rífa mér upp úr þessari deyfð. Ég veit ekki alveg hvað málið er...hef enga ástæðu til að vera dauf.
Á morgun er síðasti kennsludagur á þessari önn, það er samt ekki svo að það séu rólegir tímar framundan - ó nei! Á mánudag byrjar prófavikan, ég er að vísu bara í tveimur prófum, annað er á mánudag en hitt á þriðjudag. Eftir prófavikuna byrjar misserisverkefnið og tekur næstu 2 vikurnar og því næst hefst sumarönn. Ekkert frí á þessum bæ. Ég er ekki byrjuð á BS ritgerðinni minni sem ég á víst að skila 5.maí....það er eins gott að fara að spýta í lófana ef ég á að ná því. Ég er búin að skrifa 3 orð sem eiga ekki einu sinni heima í ritgerðinni. Þar sem ég þarf að taka sumarönn þá verður útskriftin mín ekki fyrr en í september, ég hef því varanet fyrir Bs -get skilað þann 11. ágúst ef allt klikkar!!!
Ég er búin að bóka mér ferð til Marakó í ágúst, ætla að fara í 9 daga og keyra um. Hafdís frænka mín ætlar að koma með mér. Ég ákvað að tríta mig með svona ferð....svona ef ég er að útskrifast sem viðskiptalögfræðingur í haust Ég kem þá væntanlega heim daginn fyrir fyrirhugaða útskrift, vonandi úthvíld og til í slaginn í mastersnáminu sem hefst strax að lokinni útskrift.
Sumarið verður frábært, á von á að ég dvelji aftur í minni heimasveit ...hlakka til!
Nóg í bili,
Dísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2009 | 10:31
Skil ekkert í sjálfri mér!
Ég veit ekki í þennan heim né annan! Ég er ekki að nenna skólanum, ekki nenna að skrifa Bs ritgerðina- búin að sitja í heilan mánuð og gera ekkert. Ég er óánægð með sjálfa mig og allt fer í taugarnar á mér! Mig langar bara að sofa út í eitt og það er það sem ég er að gera! Ég er að drepa sjálfa mig úr leiðindum....hvernig skyldi það vera fyrir þá sem eru í kringum mig.....þegar ég hugsa um það þá eru reyndar engir í kringum mig og kannski ekki að ástæðulausu! Shiiittt hvað þetta er allt svart!
Ætla ekki að blogga á meðan ég er í þessu ástandi- Hafið það gott!
Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2009 | 02:56
Leiði
Það er einhver leiði í mér þessa dagana, og finnst ég ekki hafa neitt að segja. Ætli að það sé þá ekki best að sleppa því að reyna að tjá sig. Ætla að reyna að tjasla mér saman og rífa mig upp. Væntanlega mun ég þá reyna byrja aftur að blogga.
Hafið það sem allra best
Dísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2009 | 17:14
Horft tilbaka
Árið er liðið, tími til að rifja upp árið 2008. Verð samt að byrja á að segja að ég hef aldrei upplifað jafn rólegt og viðburðalítið ár eins og árið 2008.
Árið byrjaði þó með hvelli þar sem drullað var yfir mig á minni eigin bloggsíðu fyrir að líta um öxl og segja frá atburðum ársins 2007. Það eru margir veikir einstaklingar þarna úti og ekkert meira um það að segja. Í janúar fór ég í upptökupróf- mitt fyrsta - og vonandi það síðasta - þar sem að ég féll í einu fagi í jólaprófunum í fyrra. Einnig varð ég næstum því - næstum því frænka seinnihluta janúar þegar María dóttir Lindu minnar eignaðist dreng. Fiat bílinn minn veiktist alvarlega í lok janúar og átti ég eftir að berjast við veikindi hans fram eftir árinu hehe!
Í lok febrúar varð ég alvöru frænka þegar að Denni bróðir og konan hans Hulda eignuðust dóttur. Þetta er sjötta barn Denna og tólfta systkina barnið mitt- ferlega rík. Enn barðist ég við að halda lífi í Fiat drossíunni minni.
Mars rann upp- ég fékk langþráð páskafrí þar sem gigtin var að gera út af við mig. Oft var ég orðin nokkuð viss um að ég gæti ekki meir. Bæði næstum næstum því frændi minn og litla alvöru frænka mín voru skírð á skírdag- hann fékk nafnið Hjörleifur Máni en hún fékk nafnið Freydís Katla. Í Marsmánuði var Fiat drossían komin á gjörgæslu
Í byrjun apríl voru annarpróf hjá mér- ég rúllaði þeim öllum upp, fékk meira að segja sérstakt hrós frá lögfræðikennaranum mínum. Einnig átti ég afmæli og varð 35 ára, hvorki meira né minna hehe! Í apríl var missóvinna - sem gekk vel og svo málsvörn sem gekk einnig vel. Að loknu þessu öllu byrjaði sumarönnin en hún var í lotum og tókum við eitt fag í einu og kláruðum heila önn á 12 dögum. Þetta var mikið álag en mjög skemmtilegt. Aprílmánuður fór í endurlífgun á Fiatnum- en ekki voru horfurnar góðar.
Í maí varð systursonur minn 25 ára- hann fékk þyrluflug í afmælisgjöf frá kærustunni sinni- ekki vildi betur til en að þyrlan brotlenti við Kleifarvatn- hann og flugmaðurinn sluppu blessunarlega báðir alveg ómeiddir. Í maí varð ég 1 árs - ég hafi lifað af versta tíma ævi minnar og staðið uppi sem sigurvegari. Langt var í land að vinna sig úr öllum þeim flækjum sem fylgdu þessum tíma en ég ákvað að snúa mér við og horfa óhrædd í augu við ótta minn. Fiatinn var úrskurðaður látinn í lok maí - tryggingarnar greiddu hann upp og ég var laus allra mála.
Í júní fóru lukkuhjólin að snúast hjá mér- þann 3. júní fékk ég undanþágu fyrir nýju gigtarlyfjunum sem ég hafði verið að bíða eftir og vonast eftir að fá. Einnig var nóg annað um að vera- ég keypti mér nýjan bíl, það voru tvær fermingar í fjölskyldunni og móðir mín kom til landsins í nokkrar vikur. Sumarönnin kláraðist loks og þann 28 júní tók ég allt mitt hafurtask og flutti í mína heimasveit og bjó þar þessar 8 vikur sem ég var í fríi frá skólanum.
Í júlí var búið að undirbúa mig undir nýju lyfin og ég fékk fyrstu sprautuna 22. júlí. Án gríns þá fann ég strax mun- ég fór samdægurs í göngutúr niður laugaveginn í geggjuðu veðri. Bara frábært. Það gekk eins og í sögu að læra að sprauta sig- og áhrifin fóru fram úr öllum mínum væntingum. Fór meira að segja í skoðunarferð til Vestmannaeyja nokkrum dögum síðar og gekk um eyjuna eins og herforingi!
Ágúst fór í að undirbúa íbúðina mína í áframhaldandi leigu þar sem ég skipti um leigjendur. Síðan flutti ég aftur allt mitt hafurtask á minn stað og byrjaði í skólanum í lok ágúst.
Í september stóð ég á haus það var svo mikið að gera í skólanum hjá mér og það sama var upp á teningnum í október. Þá fékk ég einnig úthlutað leiðbeinanda fyrir BS ritgerðina mína. Nóvember kom og honum fylgdi próftíminn. Desember rann í garð með Missóvinnu og öllu tilheyrandi. Bæði prófin og missóið gekk vel- lægsta einkunn var 7 - auðvitað getur maður alltaf gert betur! Frá því að skólinn hófst í haust hef ég verið að hitta sálfræðing og fjölskylduráðgjafa - það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið. Ég hef verið að vinna mikið með sjálfa mig- það er ekki alltaf auðvelt en ég ákvað að halda við loforð mitt frá í maí um að horfast í augu við minn ótta og það hef ég gert. Mikið verk er fyrir höndum en hálfnað verk er hafið er. Desember hefur einkennst af leti og sjálfskoðun. Þann 5. janúar hófst skólinn að nýju, ég er í tveimur fögum- sama daginn. Hina dagana ætla ég að hugsa um sjálfa mig og skrifa BS ritgerð.
Takk fyrir mig kæra fjölskylda- vinir- bloggvinir. Þið eruð öll ómetanlegur þáttur í lífi mínu sem ég er þakklát fyrir á hverjum degi. Takk fyrir að styðja við bak mitt í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Takk fyrir að hvetja mig þegar ég er um það bil að gefast upp- takk fyrir að hlusta alltaf þegar ég þarf á því að halda. Ég vona að dag einn geti ég orðið ykkur það sem þið eruð mér- ómetanlegur styrkur.
Gleðilegt ár, megi gæfan fylgja ykkur öllum.
Dísan
Bloggar | Breytt 7.1.2009 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2008 | 21:37
Myndavélin.....
kom frá Kúbu í dag- ég fór beinustu leið niður í Heimsferðir að sækja hana. Þegar ég skellti minniskubbnum í tölvuna kom í ljós að.....Öllum myndum hafði verið eytt út!!
Ég er ekkert smá svekkt- ég er búin að bíða eftir vélinni í 1 ár og 11 daga! Búin að hlakka til að fá loksins að skoða myndirnar frá Kúbu .....myndir af okkur stöllum að mála bæinn rauðan!!
Svekkjandi- svekkjandi- svekkjandi!!
Dísa svekkta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 14:37
Gleðilega hátíð!
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla- hafið það sem allra best
Dísan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2008 | 23:46
Jólin já
6 dagar til jóla.......og ég á eftir að gera allt. Ég á eftir að kaupa allar jólagjafirnar, ég á eftir að pakka þeim inn, ég á eftir að koma þeim til skila og svo á ég eftir að versla allt inn líka. Þetta er samt í góðu lagi- jólin koma hvernig sem þetta fer.
Ég er búin að vera að aðstoða hann pabba minn aðeins og helgin fer í vinnu. Ég ætla svo að nota mánudaginn til að undirbúa og gera það sem gera þarf.
Ég er ekki mikið jólabarn- sem er kannski skrýtið þar sem ég var mikið jólabarn í æsku. Fyrir mér má þess tími detta út. Ég fékk jólaáhuga fyrir nokkrum árum, þegar ég var ástfangin- sá áhugi breyttist í andhverfu sína þegar maðurinn drullaði yfir allt sem jólin stóðu fyrir, drullaði yfir allt sem ég hafði gert til að jólin yrðu sem best og þegar hann drullaði yfir fjölskyldu mína og alla þeirra jólasiði.....kannski ekki skrýtið þar sem maðurinn var múslimi og hafði engan áhuga að taka þátt í jólahaldi. Hann sagði að hann hefð aldrei fengið að upplifa íslensk jól og að hans heitasta ósk væri að fá að upplifa ein slík (sem er kjaftæði) þannig að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að hann fengi að upplifa þau. Þegar uppi stóð gerði hann lítið úr öllu sem gert var. En hvað um það!!
Ég er að reyna að sauma mér jólakjól- ég hef bara ekki snert saumavél í möööörg ár. Þegar ég var 11 ára þá saumaði ég allt á sjálfa mig- þannig að ég veit að ég hef þetta í mér. Þarf bara að rifja upp hehe.
Misserisverefnið góða gekk vel- fengum einkunnina 8 fyrir herlegheitin.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili-ætla að reyna að hrista af mér slenið og gera eitthvað hér.
Dísa antijóli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)